Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 24
24
sínum. Baka til sást eigi annað enn brimlöðrið og
skýbólstrarnir. Kippkorn frá þeim lá liskiver eitt,
en nú var farið að húma, svo það sást varla.
„Líf kann enn að Ieynast í honum,“ mælti móðirin
allt í einu, og var einsog ný vonarstjarna rynni upp
fyrir henni. „Ef við aðeins hefðum hús, kynnum við,
ef til vill, að geta Iífgað hann.“
Óðar enn faðirinn heyrði þetta, spratt hann upp,
og var auðsjeð, að það færðist nýtt fjör í hann. Hann
tók nú son sinn í fang sjer og hljóp þegjandi með hann
til fiskiversins. |>ær mæðgur fylgdu honum. Móðirin
var á glóðum, von og ótti skiptist á í huga hennar.
Dóttirin hjelt kjökrandi í föt móður sinnar; hjartað
litla ætlaði að bresta.
Nágrannarnir komu á móti þeim; allir voru boðnir
og búnir að hjálpa þeim. j>eir vissu, að hafnsögumað-
urinn hafði róið þenna dag, og hvert mannsbarn í
fiskiverinu hafði heyrt ófarir hans. J>eir báru nú dreng-
inn inn og lögðu hann í rekkju. J>eir, sem eitthvað
gátu hjálpað til, voru inni í herberginu, en allir aðrir
biðu fyrir utan dyrnar, og kviðu fyrir, hversu fara
inundi. j>að var reynt við sveininn allt, sem mönnum
gat hugkvæmzt, en það koin fyrir ekki, og voru nú
flestir orðnir vonardaufir, en þá þóttist móðirin sjá
lífsmerki á sveininum. Nú var lögð hálfu meiri alúð
á að lífga sveininn, og loksins tók hann að anda hægt.
„Sonur minn lifir,“ sagði móðirin, og var nú
glaðari enn frá verði sagt. Hún bað að vísu eigi með
orðum, en hún þakkaði hiinnaföðurnum með klökku hjarta;
hún renndi augunum til hans.