Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 38
38
höfðu undrazt, hversu hann var skrautlegur, en hve
umbreyttur var hann nú. Fagrir legubekkir voru oltnir
um; borðin voru brotin og brömluð; stólarnir köstuðust
úr einu horni í annað, og sýndust eins og að elta þá,
er áður höfðu á þeim setið; ofninn var kominn út á
gólfið og stefndi á stóran spegil; bækurnar fuku eins
og snjódrífa úr hyllunum. Konur og börn voru náföl
af ótta, og leituðu sjer hælis í svefnherbergjum sínum,
en þjónarnir voru að reyna til að binda einstaka
húsmuni eins og það væru óarga dýr. Jeg ætlaði að
fara að hjálpa þeim, en hefndist fyrir. Jeg kastaðist
með ofninum á stóra spegilinn, en spegilinn stóðst það
eigi; hann fjell niður og brotnaði í ótal mola. Margir
meiddust, er í nánd voru, en verst varð jeg útleikinn.
Jeg fjekk sár á höfuðið, einn fingurinn gekk úr liði,
og ein tönnin brotnaði úr mjer. Nú var jeg búinn að
fá nóg, og fór nú aptur upp á þilfarið. Stjórnvölur-
inn var nú brotinn, og stýrið dinglaði á hjörunum og
flæktist fyrir skrúfunni; það var því ekki lengur hægt,
að ráða stefnu skipsins. J>ó reyndu skipverjar að leggja
skipinu upp í vindinn með því hjólinu sem eptir var,
en það þoldi eigi þá áreynslu; það brotnaði eins og hitt.
Nú var fokið í flest skjól fyrir oss; vindur og alda
gat nú hrakið skipið eptir vild sinni.
Föstudagsmorguninn fór jeg á fætur einni stund
fyrir iniðjan morgun; jeg hafði eigi getað sofnað um
nóttina. Ennþá var bálhvasst. Skipið dreif í austur.
Nú var ausið með öllum dælum. Mjer var ekki
um dæluhljóðið, þótt jeg reyndar vissi, að skipið var
heilt, og sjórinn hafði runnið inn um glugga og upp-