Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 38

Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 38
38 höfðu undrazt, hversu hann var skrautlegur, en hve umbreyttur var hann nú. Fagrir legubekkir voru oltnir um; borðin voru brotin og brömluð; stólarnir köstuðust úr einu horni í annað, og sýndust eins og að elta þá, er áður höfðu á þeim setið; ofninn var kominn út á gólfið og stefndi á stóran spegil; bækurnar fuku eins og snjódrífa úr hyllunum. Konur og börn voru náföl af ótta, og leituðu sjer hælis í svefnherbergjum sínum, en þjónarnir voru að reyna til að binda einstaka húsmuni eins og það væru óarga dýr. Jeg ætlaði að fara að hjálpa þeim, en hefndist fyrir. Jeg kastaðist með ofninum á stóra spegilinn, en spegilinn stóðst það eigi; hann fjell niður og brotnaði í ótal mola. Margir meiddust, er í nánd voru, en verst varð jeg útleikinn. Jeg fjekk sár á höfuðið, einn fingurinn gekk úr liði, og ein tönnin brotnaði úr mjer. Nú var jeg búinn að fá nóg, og fór nú aptur upp á þilfarið. Stjórnvölur- inn var nú brotinn, og stýrið dinglaði á hjörunum og flæktist fyrir skrúfunni; það var því ekki lengur hægt, að ráða stefnu skipsins. J>ó reyndu skipverjar að leggja skipinu upp í vindinn með því hjólinu sem eptir var, en það þoldi eigi þá áreynslu; það brotnaði eins og hitt. Nú var fokið í flest skjól fyrir oss; vindur og alda gat nú hrakið skipið eptir vild sinni. Föstudagsmorguninn fór jeg á fætur einni stund fyrir iniðjan morgun; jeg hafði eigi getað sofnað um nóttina. Ennþá var bálhvasst. Skipið dreif í austur. Nú var ausið með öllum dælum. Mjer var ekki um dæluhljóðið, þótt jeg reyndar vissi, að skipið var heilt, og sjórinn hafði runnið inn um glugga og upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ný sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný sumargjöf
https://timarit.is/publication/84

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.