Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 48
48
HEFNDIN.
Arið 1836 lagði kaupskip eitt að vesturströnd Ameríku.
Skipverjar gengu á land upp. far rjeðist að þeim
ógrvnni villumanna. og drápu þá nálega alla. Koinust ein-
ungis 5 menn undan. Einn þeirra hjet Lewis; hann
ljet hina fjóra stíga á bát, og skyldu þeir leita undan,
ef að þess yrði auðið. Var hann einn saman eptir á
skipinu. Morguninn eptir, er dagur Ijómaði, sáu villu-
menn, að kaupfarið lá við akkeri á iirðinum; seglin
ljeku laus í golunni. Ekki sáu þeir manna á skipinu.
|»egar stund var liðin, fóru nokkrir bátar að njósna til
skipsins; þeir höfðu með sjer túlk. Róa þeir nú
umhverfis skipið, en eigi all nærri. En er þeir sáu, að
skipið lá grafkyrrt. og ekki manna á því, óx þeim bráðum
hugur.
Loksins sáu þeir mann nokkurn á þilfarinu; sagði
túlkurinn. að það væri Lewis, því að hann var honum
kunnugur. Lewis gjörði þeim vinsamlegar bendingar,
að þeir skyldu ganga á skipið; en það var lengi, að
þeir þorðu ekki. A endanum rjeðust nokkrir til upp-
göngu á skipið; fundu þeir þar engá mótspyrnu, og
sáu engan mann; hafði Lewis gengið undir þiljur niður^
er hann sá þá ganga á skipið. Mikill fjöldi villumanna
lá á bátum umhverfis skipið, og biðu hversu þeim mundi
af reiða, er á skipið höfðu gengið. Og er þeir sáu, að
þeim barst ekki á, sneru þeir að skipinu, og gengu á
það hópum saman; vildi enginn fara varhluta af
herfanginu; úði og grúði svo af mönnum að, ekki sá f