Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 95
95
þau ræktuð úr því; saumnálar voru fundnar upp á
Englandi 1590; áður var saumað með teinum úr
fílsbeini eða trje (og annars minna saumað en seinna).
1610 var fyrst farið að drekka tevatn (í Hollandi; á
Frakklandi 1636; á Englandi 1670). 1620 voru
fyrst höfð parruk.
J>essir hlutir voru ekki gerðir í friði, því friður
var aldrei. það á ekki við hjer, að segja frá stríðum
Frakka undir Löðvi XII. og Frans I., nje frá 30 ára
stríðinu eða Alba, Wallenstein og Tilly, eða Gustav
Adolf eða Yilhjálmi Oranía: um allt þetta og margt
fleira verða menn að lesa annarstaðar. Á þessum
öldum voru almennar fræðibækur ókunnar; almenn-
ingur naut einskis af því Ijósi, sem brann í helgidómi
vizkunnar. En vísindin voru samt sem áður búin að
festa svo rætur, að þeim var ekki hætt við að eyðast
úr því; háskólarnir voru hinar helgu arinhellur, sem
geymdu hinn hreina og eilffa eld; frá þeim gekk
síðarmeir út upplýsingin, þegar þjóðirnar voru vaknaðar
og málin heimtuðu sinn rjett. *) í öllum þessum
óeirðum var stofnað hið fræga Akademí í París (1635);
vísindafjelagið í Lundúnum (1660) og í París (1666).
1675 mældi Ole Römer Ijósshraðann,l 2) og varð
það efni til nýrra og enn æðri skoðana á alheiininum;
l) ,, Der Mensch, der Priester im granen Haare,
Still betend an seinem Erdaltare
Allein des Wandelns Wort versteht;
Das Leben bleibt; die Schaale vergeht,“
segir Thieme um vísindin.
s) „Tankefast — Römers Aand udmaalte Lysets Hast.“ (Heiberg).