Ný sumargjöf - 01.01.1862, Qupperneq 105
105
MATEO FALCONE.
IVXaður nokkur frakkneskur ferðaðist uin Korsíku fyrir
rúmum 30 árum, og segist honum svo frá:
Korsíka er ey fjöllótt og brattlend; vegir eru
þar ekki góðir, en víða klungur og klettar, gil
og aðrar torfærur. |>ar eru heiðar miklar, er hátt
liggja, en flatlendar; þær eru vaxnar skógi, eigi allháum,
en mjög þykkurn. En það ber til þess að skógurinn
eigi verður hærri, að Korsíkumenn stunda lítt akuryrkju,
og leggja þeir eld í skógana, því að ofmikil fyrirhöfn
þykir þeim að plægja ekrur. Aska mikil liggur eptir á
jörðunni er skógurinn er brunninn, og þarf þá ekki
annan áburð; sá þeir í öskuna, og sprettur vel.
Viðarræturnar vaxa upp aptur, og verður skógur að
nýju þar, er ekrurnar voru, og svo þykkur, að ekki
verður í gegnum komizt, nema rnenn höggvi sjcr
braut. Jþessa skóga kalla Korsíkumenn Máquis. Leita
sakamenn þangað mjög hælis, og gjörast útilegu-
menn.
Ef að einhver hefur mann vegið er honuin bezt
að ‘fara til skógarins fyrir ofan Porto-Vecchio; þar
getur hann óhultur verið; ekki þarf hann á öðru að
halda en góðri bissu, púðri og kúlum; dökkleitan vos-
kufl þarf hann og að hafa, skal vera á hetta, er
smeygja megi yfir höfuð sjer; kuflinn er honum bæði
sæng og ábreiða. Mjólk og ost munu hirðar selja
honum. Hvorki þarf hann að hræðast lögregluþjóna
nje ættmenn hins vegna nema, þegar hann verður að