Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 109
109
„Hvað viltu gefa mjer til þess að jeg leyni þjer?u
Gianetto fór ofan í skinnbuddu, sem lijekk við belti
honum og tók upp spesíu;x) hafði hann ætlað að kaupa
sjer púður fyrir hana. Fortunato brosti þegar hann
sá spesíuna, þreif hana og sagði: „Vertu óhræddur.u
Rjett hjá bænum stóð heyklcggi, þar Ijet hann Gianetto
í koina, og bjo svo um, að hann að eins gat náð andan-
um, en engan gat grunað að maður mundi þar fólg-
inn. Síðan tók hann kisu með kettlingum og bjó um
á kleggjanum, til þess að menn skyldi síður gruna, að
Gianetto hefði þar fólgizt. Ilann sá blóðferilinn á
götunni nálægt húsinu; kastaði hann þar á mold;
hann lagðist síðan niður, og fór aptur að sleikja sól-
skinið.
j>egar lítil stund var liðin komu þar 6 menn.
Sá er fyrir þeim var, var dálítið skyldur Falcone (en
engir menn rekja ættir sínar jafnlangt saman og
Korsíkubúar). Hann hjet Tiodoro Gamba; hann var
mesti dugnaðarmaður; skógarmenn óttuðust hann mjög,
enda hafði hann náð mörgum þeirra. Hann gekk þar
að, sem Fortunato lá, og mælti: „Sæll vertu frændi
ininn; mjer þykir þú heldur en ekki hafa stækkað
síðan jeg sá þig seinast. Hefurðu ekki sjeð mann
fara hjer hjá fyrir skömmu?“ Fortunato ljet sem hann
ekkert skildi, og svaraði: „Ekki er jeg þó orðinn eins
stór og þjer, frændi minn.“ — „fað muntu þó verða.
En hefurðu ekki sjeð mann fara hjer hjá?“ — „Mann
) fíafc var frakkneskur silfurpeningur, sem gildir 5 „francs“; 1 franc er
kjer um bil 35 skildinga viríii.