Ný sumargjöf - 01.01.1862, Qupperneq 112
112
og það skaltu vita, að jeg skyldi hafa þig burt með
mjer. ef jeg hræddist eigi reiði Mateo frænda míns.“
,,Heyr endemi.“ sagði Fortunato. Gamba mælti:
..|>egar Mateo frændi minn kemur heim skal jeg segja
honum alla málavöxtu, og mun hann þá strýkja þig
að gagni fyrir lygina.“ — „A það mun verða að hætta.“
sagði Fortunato. — ,,{>ú munt komast að raun um
það . . . en heyrðu mjer . . . gjörðu að vilja mínum,
og þá skal jeg gefa þjer nokkuð.“ Fortunato svarar:
,..Jeg skal segja yður nokkuð. frændi; ef að þjer dveljið
hjer lengur kemst Gianetto á skóginn, og þá þarf fleiri
en einn af yðar líkum til þess að ná honum.“
Gamba tók úr upp úr vasa sínum; það var
silfurbúið, og hjer um bil 6 dala virði. Hann
sá að Fortunato leizt vel á úrið, og mælti:
..Heldurðu þjer þætti ekki gaman að eiga úr,
og láta það hanga um háls þjer; þá gætirðu verið
drjúgur. er þú gengir um stræti í kaupstaðnum; menn
mundu koma til þín og segja: Hvað er framorðið ?
líttu á úrið mitt, mundir þú segja.“ — ,,J>egar
jeg er orðinn stór mun móðurbróðir minn gefa
mjer úr,“ sagði Fortunato. „Já, það er nú svo,“
sagði Gamba; „hann er búinn að gefa syni sínum
vasaúr; það er reyndur ekki eins fagurt og þetta;
og hann er þó miklu vngri en þú.“ Sveinninn stundi
við. — „Langar þig til að eignast úrið að tarna, frændi,“
mælti Gamba.
Fortunato gaut hornauga til úrs-ins. f>að var
eins og þegar hundi er boðin heil kaka; hann
lítur ýmist á kökuna eða gefandann, og heldur að