Ný sumargjöf - 01.01.1862, Qupperneq 117
117
J>á var Gianetto kominn á börurnar, og voru þeir þá
íerðbúnir. |>egar Gianetto sá Mateo koma með Gamba
leit hann kynlega til hans; síðan sneri hann sjer við.
hrækti á bæjardyrnar, og mælti: „Svikarahús!“ J>etta
hefði enginn þorað að láta sjer um munn fara, nema
hann, hvort sem var, ætti sjer dauðann vísan; mundi
Mateo eigi hafa látið hann eilidauðan verða. En nú
stóð hann agndofa.
Fortunato hafði hlaupið inn, er hann sá föður
sinn koma. Hann kom skjótt út aptur; hafði hann
þá mjólkurkönnu í hendi sjer, og rjetti Gianetto; en
ekki þorði hann að líta á hann. „Snáfaðu burt,“
sagði Gianetto, síðan veik hann sjer að einumf lög-
regluþjóninum og mælti: „Gefðu mjer ögn að drekka
lagsmaður.“ Hann fjekk honum flösku sína, og drakk
Gianetto nú vatn það, er sá maður gaf honum, er
nýlega hafði borizt á við hann banaspjótum. Hendur
hans voru bundnar á bak aptur; bað hann lögreglu-
þjónana breyta .því, svo að hann mætti hafa þær á
hrjósti sjer, „því að jeg vil að sem bezt fari um mig.“
Svo var gjört, sem hann bað. Gamba kvaddi Mateo;
hann svaraði engu. Hjeldu þeir síðan af stað.
J>arna stóð Mateo um hríð, og mælti ekki orð.
Sveinninn var hræddur mjög, og horfði ýmist á föður
sinn eða móður; Mateo studdist við bissu sfna, og leit
reiðulega á sveininn. Loksins sagði hann: „J>ú byrjar
vel,“ og var rödd lians ógurleg. „Faðir minn,“ kallaði
sveinninn, og ætlaði að fleygja sjer fyrir fætur honum;
en Matco rak hann burt. Sveinninn stóð skammt frá
lionum, og grjet hástöfum.