Norðurljósið - 01.01.1984, Page 130

Norðurljósið - 01.01.1984, Page 130
130 NORÐURIJÓSIÐ Ég vissi hvar hver jurt var vön að spretta, og hvar fegurstu blómin var að finna, á hverjum tíma sem var, því ég hafði reikað um allan skóginn, þangað til ég þekkti hverja dæld og dalverpi, hvern gangstíg og götuslóða, allt frá stóru aðaltrjá- göngunum, sem lágu gegnum skógarþyknið, og til afskektu troðninganna, þar sem dádýrin héldu til Húsið okkar, sem nefndist „Heimajörðin“, stóð innan við núverandi landamerki skógarins, og var það eitt af hinum fáu mannabústöðum, sem stóðu hingað og þangað innan um skógarþykknið, og risavöxnu trén í trjágöngunum vörpuðu skuggum sínum yfir þakið. En þrátt fyrir afstöðu heimilis míns, var það ekki venju- legur bóndabær, og ekki var ég heldur bóndadóttir. Fyrstu endurminningar mínar eru tengdar við borgalífið — iðandi, hávaðasamt líf á fjölförnum strætum; lítið, fjórlyft hús, með leiðinlegum herbergjum og ljótum gluggum, í þröngri og dimmri götu. Þar varð móðir mín að leggja hart á sig til að halda þessum bústað okkar hreinum og vel útlít- andi, þrátt fyrir sótið og reykinn. Faðir minn var kennari við latínuskóla, og eftir að kenslustundirnar voru úti dag hvern, hélt hann heimleiðis niðurbeygður og vanstilltur í skapi, og eftir það varði hann tímanum til að lesa og skrifa langt fram á nótt, nema þegar hann fór til næstu borga til að halda fyrir- lestra. En er fram liðu stundir varð breyting á högum okkar, eins og á sér stað í lífi sérhvers manns. Móðir mín var orðin svo föl, veikluð og þreytuleg, að hún sýndist ekki annað en skuggi einn, af því sem hún áður var, þegar faðir minn allt í einu, og öllum að óvörum, varð frægur maður. Nokkrar ritgerðir, sem hann skrifaði í tímarit eitt, vöktu mikla eftir- tekt, og ýmsir lögðu fast að honum með að skrifa fleiri ritgerðir og halda fleiri fyrirlestra. Að því er þau efni snerti, sem hann skrifaði eða ræddi um, skildi ég þau aldrei veru- lega. Hann var óþýður í viðmóti, þögull og alvörugefinn, og ég var ávalt hálf óttaslegin í návist hans. Ef ég spurði einhvers honum viðvíkjandi, eyddi móðir mín því og ég veitti því eftirtekt, að í hvert skifti, sem hún heyrði eitthvað minnst á starf föður míns, lýsti andlitssvipur hennar sárri sorg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.