Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1896, Side 34
S4
Gisli samdi niáldaga yfir kirkjueignir, og var það
eitt hið þarfasta verk. En Guðbrandi var gefið það
að sök, að hann gengi A hluta leikmanna með ósann-,
gjörnum kirkjureikningum, likt og áður hefði tíðkazt
i katólskum sið, og má af því sjá, að hann hefir
látið sjer hugarhaldið, að bændakirkjurnar hjeldi,
og öllum eigum sínum.
Eitt af því, sem biskupar áttu að gjöra og gjörðu
á þessu timabili, var það að halda prestastefnur,
annað hvort á alþingi, og var hún þá kölluð »syno-.
dus«, eða endrarnær, einkum þá er þeir voru á
yfirreiðum (visitazíum) sinum. A prestastefnum.
þe»sum voru dæmd andleg mál, þ. e. þau mál, sem.
snertu lærdóm og lifnað klerka, eða þá gjörðar ýms-
ar samþykktir, sem lutu að kenningum og kirkju-
siðum. Verður eigi betur sjeð, en að ályktanir þessar
væru bindandi, eigi að eins fyrir presta þá, er tóku
þátt i að semja þær, heldur og fyrir prestana i heild.
sinni á þvi svæði, er þær áttu að ná yfir.
Á þessutn timum var dómsvaldi landsmanna.
skipað á allt annan hátt en nú tíðkast. í verald-
legum málum dæmdu í hjeraði bændur, en sýslu-
menn nefndu þá í dóm og stjórnuðu dómnum. Var-
tala dómenda heima i hjeraði venjulega 6 eða 12.
Dómum þessum gátu menn skotið til alþingis, en
þar dæmdi lögrjettan og lögmenn nefndu menn i,
dóm og stjórnuðu þeim. Voru dómendur þar venju-
lega 12 eða 24. Á þessu timabili var yfirdómurina
settur, en hans hefur áður verið getið.
Að lokum áttu menn þess kost, að koma málura
sinum fyrir dóm konungs og rikisráðsins. Þá voru,
hinir svonefndu helmingadómar, en þar dæmdu.
klerkar og leikmenn venjulega jafn-margir hvorir..
En dómnum stjórnaði heima í hjeraði prófastur og,