Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1896, Síða 178
178
{ svoddan Yderligheder, sem þú vilt; ollir það erfiöleika.
og ruglingi í stað hægðar, og er það orsökin, hvers vegna
það er ópraktiskt, og getur því aldrei haldizt við til lengd-
ar, þó þvi yrði enda með makt á komið litla stund, eins og
líka reynslan hefir s/nt, að allar þjóðir hafa orðið að lúta
fyrir venjunni í þessu. Þykir mjer það helzt að því að taka
upp stafsetningu þína, að jeg vil ekki það spyrjist, að jeg
hafi verið svo einfaldur að sjá ekki þetta strax og tekið svo
upp á því, sem ómögulegt var að fengi framgang, og verða
fyrir það að athlægi.-------Jeg get ekki annað en í alla
staði samsint því, sem Egilsen hefir sett í Sunnanpóstinn
eptir Eask, og ekki veit jeg, hvernig þið Jónas farið að kalla
það bull, sem er á svo glöggri þekkingu og óbrigðulli reynslu
bygt.----------En jeg skyldi nú ekki vera að tefja lengi-
við þetta, vinur minn! sem jeg veit þjer sýnist eins vitlaust
eins og það er leiðinlegt, ef hjer væri ekki meira í efni, sem
af stafsetningarþættinum leiðir, þó hann svni meiri lærdóm
og skarpleik en nokkuð annað, sem í Fjölni er, — — hitt
get jeg fullvissað þig um, að ekki þarf nema svo sem tvo
aðra eins þætti, til þess að Fjölnir deyi út með öllu, svo
margir hafa nú fallið frá fyrir þennan núna, og frjetti jeg
dag frá degi meira og meira um það; það getur ekki heldur
öðruvísi verið, ekki svo mikið af þessari nýbreytni, þó ekki
einn einasti sje með henni á öllu Islandi eða geti fallizt á
hana í öllum greinum, heldur miklu fremur hins vegna, að
það er hið óskemtilegasta og þurrasta efni, sem skrifað gæti
orðið um, fyrir alla, sem ekki eru staklegir vísindamenn, og
jeg þori að segja, að ekki hafi tíu á öllu íslandi lesið hana
til enda-------. Hvað stoðar að bjóða nokkrum það, sem
hann ekki getur haft gagn af, og falli allur almúginn frá,
skaltu vera viss um, að fyrirtækið fellur á eptir. Þegar al-
þýðu fordómur er kominn á móti einhverju riti, er útgjört
um það, og það rjettir aldrei við úr því, hvað gott sem það
svo yrði. Ef þú vilt einhverju riti langan aldur, þá vittu
fyrir vfst, að það skeður aldrei, nema þú gjörir það útgengi-
legt, en útgengilegt verður það aldrei, nema efnið sje skemt-
ið og alþýðlegt. Skammir og það, sem fólk verður ilt af,,