Vísir - 14.12.1960, Síða 100

Vísir - 14.12.1960, Síða 100
Jónas B. Jóiisson Skólahald í Reykjavík í 50 ár. Fyrstu ráðagerðir um stofnun barnaskóla í Reykjavík komu fram um svipað leyti og bœrinn hlaut kaupstaðarrétlindi, en ekkert varð úr frámkvæmdum fyrr en 18. febr. 1830, er skóli tók til starfa i leiguhúsnæði hér í bæ, og voru nemendur 15 að tölu. Þessi skóli lagðist niður 1848 vegna fjárskorts. Haustið 1862 var aftur stofnsettur barna- skóli í Reykjavík, þá samkvæmt skipunarbréfi, sem gefið var lit 1860, en Albingi hafði árið áður lagt til við konung, að frumvarp um Barnaskóla í Reykjavík yrði að lögum. Eru því í ár 100 ár, síðan tekin var ákvörðun um stofnun barnaskóla i liöfuðborginni, og hefur verið hér samfelldur skóli siðan. Árið 1860 voru skráðir 1444 íbúar í Reykjavík og skóla- börnin rúmlega 4% af íbúunum. Starfið í barnaskólanum tók litlum breyt- inguin fyrstu áratugina, skólinn fékk eigið hús- næði fyrst 1883 og síðar 1898, er Miðbæjar- skólinn var tekinn i notkun 19. okt. þ. á. Árið 1910, hálfri öld eflir að skipun var gefin út um stofnun barnaskóla í Reykjavik, var mikil breyting á orðin í skólamálum bæj- arins og reyndar landsins alls, þvi að þá voru ný fræðslulög, bin fyrstu á íslandi, gengin í gildi fyrir tveim árum. Helztu breytingarnar voru vitaskuld þær, að fræðsluskylda var lög- leidd 10—14 ára, lögðust þá skólagjöld niður, og öll börn öðluðust rétt til skólavistar. En hvernig var viðhorf manna til hinna nýju skólalaga og til skólastarfsins um þessar mundir? Sjálfsagt hefur skipt í tvö horn um skoðanir manna þá eins og gerist og gengur enn þann dag i dag. Þegar flett er blöðum frá þessum árum, l'innst furðulitið um skólamál. Kr. D. segir í Isafoid um fræðsluskylduna og skólahald: „Það kostar sjálfsagt eitthvað, en það er kostnaður handa alþýðunni sjálfri og börnum hennar til að gera þau að þeim mönnum, sem nú lieyrast svo oft hinir fullorðnu kvarta um, að þeir hafi ekki orðið sjálfir, sárlangað til þess, en engan kost átt á því. Nú þarf að koma sá tími, að þeim kosti sé engan hægt að svipta“. Hjá V. G. og „sveitapresti“ kveður við annan tón. Sveitaprestur telur barnafræðsluna eftir fræðsluiögunum óhagfellda og óframkvæman- lega lit um landið og draga æskulýðinn burt úr sveitinni og meiri hluti þjóðarinnar lendi í ráðleysisflani og ringulreið. Honum sýnist árangur af kennslu ungra barna svo lítill, að ekki svari kostnaði, og vill láta heimilin sjá um ujipfræðsluna undir eftirliti presta. Hann vill láta börnin njóta frelsis, gleði og áhyggju- leysis, „en troða ekki í þau of miklu bók- viti, gera þau ekki fullorðin fyrir tímann. Við höfum enga þörf á lærðum börnum“. V. G. telur, að fyrir skólakostnaðinn og fræðsluskylduna fáist — „Ein kynslóð íslenzk (næsta kynslóð yrði dönsk), sem kynni að lesa og læra, en ekki að starfa og framleiða“. — og „frjósamt land í eyði látið og örmagna þjóð í kaupstöðum -— örmagna undir falskri menntabyrði og skuldafjötrum, hungri og veikindum". Sem betur fer hafa lirakspár sem þessar ekki rætzt. Með hverju ári hefur aukizt rækt- un lands og lýðs. Stöðug gróska i atvinnu- og menningarlífi þjóðarinnar siðustu 50 árin birtist greinilega í þróun og vexti Reykjavikur- bæjar. Að vísu heyrast oft enn sömu svart- sýnu raddirnar, sömu hrakspárnar, en æska þessa lands, sem hefur sennilega aldrei verið 100 Jónas B. Jónsson. eins jöfn að glæsileilc og ménntun og nú, ber hróður landsins enn sem fyrr langt út fyrir landsteinana og á sífellt fleiri sviðum. Fræffslulög og fræffslukerfi. Árið 1910 höfðu skólarnir í Reykjavik starf- að í 2 ár eftir nýjum fræðslulögum, og mætti ætla, með þeim hefði orðið vart einliverra breytinga í skólastarfinu. Svo mun þó ekki hafa orðið. Hallgrímur Jónsson, fyrrverandi slcólastjóri, segir í viðtali við Alþýðublaðið 1957, að skólahaldið hafi verið komið i það horf, er fræðslulögin gengu i gildi, að „vér breyttum engu i kennslu og starfsháttum i vorum skóla, þegar lögin voru sett.“ Þessi ummæli inerks skólamanns styðja þá skoðun, að fræðslulög og fræðslukerfi eru fyrst og fremst umgerð um víðtækt og þýðingarmikið starf, sem er svo mjög einstaklingsbundið og undir starfshæfni, eiginleikum og menntun kennarans komið, að ytri áhrifa gætir þar litið. Gleyma menn oft þessu þýðingarmikla atriði, er þeir deila á fræðslukerfið. Fræðslu- lög og námsskrá verða áhrifalitil þegar kenn- ari veldur ekki starfi sínu, og góður kennari litur á fræðslulög og námsskrá sem leiðbein- ingu en eklci skipun. Eins og kunnugt er, var einn þýðingarmesti þáttur fræðslulaganna að koma á fræðsluskyldu, fjögurra ára, frá 10—14 ára aldurs. Þetta á- kvæði tryggði öllum börnum rétt til náms. Skólaskyldan er i raun réttri fremur réttur allra til náms en skylda. Þess vegna er oft- Iega talað jöfnum höndum um skólaskyldu og fræðsluskyldu, sem bendir til þess, að aðstand- endum sé skylt að sjá börnum sinum fyrir nauðsynlegri fræðslu, svo að þau geti náð Ieikni í lestri og reikningi, sem er nauðsyn- leg undirstaða til áframhaldandi fróðleiks- öflunar. Fræðslulögin veittu lieimild til þess að lækka fræðsiuskyldualdurinn allt niður í 7 ára. Fram til 1930 voru 8 og 9 ára börn tekin i skólann gegn gjaldi, en vegna þrengsla var tala þeirra mjög misjöfn. Foreldrar sóttu þó æ fastar á um að koma 7—9 ára börnum i skólann, og þegar Austurbæjarskólinn tók til starfa, var fræðsluskyldualdurinn færður niður i 8 ár, skv. heimild fræðslulaganna. Árlegur skólatími var frá októberbyrjun fram í miðjan maí. Hins vegar höfðu ýmsir áhuga- samir kennarar vorskóla fyrir 7—9 ára börn, og stóð hann fram í miðjan júni. Árið 1926 voru gerðar smávægilegar breyt- VÍSIR 50 ÁRA ingar á fræðslulögunum, en árið 1936 voru sett ný lög um fræðslu barna, og urðu þau nýmæli helzt, að fræðsluskyldan lengdist i 7 ár eða frá 7—14 ára aldurs. Árlegur skólatimi breyttist einnig, 10—14 ára börnin byrjuðu 1. okt. og hættu 30. apríl eða höfðu 7 mánaða skólagöngu. Yngri börnin voru 9% mánuð í skóla, 1. sept. til 15 júní, höfðu aðeins 2 kennslustundir á dag þá 7 mánuði, er eldri börnin voru i skóla, en aftur lengri daglega kennslu þann 214 mánuð, er þau voru ein í skólanum, þessi skipan hélzt, þar til ný fræðslu- lög voru sett 1946. En þá var gerð mikil breyting á fræðslukerfinu. Nú var fræðsluskyld- an lengd um 1 ár eða í 8 ár í stað 7 áður. Fullnaðarprófið, sem börn tóku við lok skyldu- náms, var fellt niður, en i staðinn kom barna- próf eftir 6 ár i barnaskóla. Þá tekur við gagn- fræðastig, og eru fyrstu tvör ár þar skólaskyld. Upp úr 2. bekk taka nemendur unglingapróf, og lýkur þar með fræðsluskyldu þeirra. Unglingaprófið veitir rétt til náms i 3ja bekk gagnfræðastigs og inngöngu í iðnskóla. Það tók nokkurn tíma að koma þessum breyt- ingum á hér í Reykjavík. Síðasti hópurinn, sem tók fullnaðarpróf, voru 14 ára börn árið 1948. Næsta vetur var fyrsti bekkur unglinga- stigs i öllum barnaskólum bæjarins, án þess að ncmendur hefðu lokið barnaprófi, og luku þeir unglingaprófi 1950, var það fyrsta unglinga- prófið hér í bæ. Fyrsta barnaprófið var tekið 1949. Síðan 1946 liefur árlegur skólatimi verið 9 mánuðir hjá 7—9 ára börnum (1. sept. — 31. maí), en 8 mánuðir bjá 10—12 ára börnum og nemendum á gagnfræðastigi (1. okt. — 31. maí). Þá breyttist einnig daglegur starfstimi nokkuð. Með lögunum 1946 urðu miklar breytingar á fjármálum skólanna. Síðan greiðir ríkissjóð- ur belming kostnaðar við gagnfræðaskóla og öll kennslulaun, en við barnaskóla greiðir bærinn % reksturskostnaðar, nema það, sem snertir skólabyggingar, viðhald þeirra, svo og húsgögn og kennslutæki, það greiðir ríkið að hálfu. Kennaralaun við barnaskóla greiðir ríkið að mestu. Árið 1955 var enn gerð breyting á fræðslu- lögunum, en sú breyting snertir mest fjármál og samskipti ríkisvaldsins og sveitar- eða bæjar- stjórna varðandi þau. Til nokkurrar skýringar á skólakerfi okkar er það sýnt á yfirlitsmynd á bls. 103. Á hana vantar ýmsa sérskóla, sem eru í lausari tengslum við skólakerfið. Námsefni og kennsluhættir. I „lögum um fræðslu barna“ frá 1907 segir, hvað „hvert barn, sem er fullra 14 ára“ skuli hafa lært, og er það eftirfarandi í islenzku og reikningi: „l.að lesa móðurmálið skýrt og áheyrilega og geta sagt munnlega frá því, er það les; það skal og geta gjört skriflega grein fyrir efni, sem það þekkir vel, nokkurn veginn ritvillulaust og mállýtalaust, það skal vita nokkuð um merkustu menn vora, einkum þá, er lifað hafa á síðustu öldum, og kunna utanbókar nokkur islenzk kvæði, helzt ætt- jarðarljóð og söguleg kvæði, og geta skýrt rétt frá efni þeirra í óbundnu máli. Afmælisblað VÍSIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.