Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 9
andvahi
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON f ÁSI
7
í frændsemi við hann svo sem séra Guðmund Benedihtsson á Barði og Bjarna
Jónasson fræðimann í Blöndudalshólum, en þeir voru háðir systrasynir hans.
Guðmundur í Asi ólst upp með foreldrum sínum á Guðrúnarstöðum,
en átta ára gamall missti liann föður sinn og ólst upp eftir það með móður
sinni og stjúpa, sem áður hefir verið nefndur. Hann var eini sonurinn og
meðfram þess vegna og einnig af þ\i, hve geðfelldur hann var strax í æsku,
þá var hann í miklu uppáhaldi hjá móður sinni og systrum og dáður af þeim.
Homu snemma í ljós hjá honum góðar gáfur, hyggindi og prúðmennska
í allri framkomu. Ungfullorðinn gekk hann í Plensborgarskólann í Hafnar-
firði og lauk þaðan prófi með ágætum \'itnisburði vorið 1889, þá rúmlega
tvitugur að aldri. Var hann þá talinn með álitlegustu ungum mönnum hér-
aðsins. Skömmu eftir að hann kom frá námi fór hann að Ási til hjónanna
Guðmundar Jónassonar bónda þar og Ingibjargar Markúsdóttur. Kvæntist
hann einkadóttur þeirra Sigurlaugu 3. nóv. haustið 1894. Það ár byrjuðu
þau búskap og bjuggu fyrstu árin móti foreldrum Sigurlaugar eða al’lt til
þess, að faðir hennar dó árið 1904. Tóku þau þá við allri jörðinni og bjuggu
þar, til þess er Guðmundur andaðist 1936.
Að sjálfsögðu var búskapur einn aðalþátturinn í lífsstarfi hans, Jaann
þáttinn rækti hann með frábærri snyrtimennsku og hyggindum. Duldist
engum, sem á heimili hans kom, að þar var einn af bændahöfðingjum
fandsins. Hann var lengst af miklum opinberum störfum hlaðinn, en það
virtist ekki koma mikið að sök, hvað heimilið snerti. Þar vann hann líka
með sinni alkunnu reglusemi og gætni, sem honum var svo eðlileg í öll-
um hlutum. Búskapur hans var upphaflega reistur á góðum grunni og stóð
jafnan föstum fótum. Hann vann stöðugt að því að bæta jörð sína bæði að
húsakosti og ræktun. Byggði hann upp öll bæjarhús og peningsbús og enn-
fremur hlöður við fjós og fjárhús. Hann sléttaði túnið, svo að það varð allt
véltækt, og færði það mjög verulega út. Að þessum umbótum fór hann aldrei
geyst frekar en öðru, sem hann fékkst við, en hann vann að þeim stöðugt
°g lét þær aldrei niður falla. Þess vegna varð honum svo mikið ágengt. Hann
ueisti sér aldrei hurðarás um öxl og var frábitinn því að safna skuldum eða
láta aðra tapa á sér.
Eg veit, að í forstöðu heimilisins naut hann ágætrar og mikilsverðrar
aðstoðar Sigurlaugar konu sinnar, sem var honum mjög samhent í störfun-