Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 15
ANDVARI
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON f ÁSI
n
það geri jafnvel ekkert til, þótt látið sé heimilt úr ríkissjóði nokkurt fé, ef
það er til arðvænlegra framkvæmda, og myndi verða viss liagur að því fyrir
þjóðina."-------
Þótt hann væri góður og öruggur flokksmaður og ef til vill einmitt þess
vegna, var hann enginn klíkumaður, en fór jafnan eftir samvizku sinni og
sannfæringu í afstöðu sinni til manna og málefna. Var hann því óvenju-
lega vinsæll, ekki aðeins meðal sinna eigin flokksmanna, heldur einnig and-
stæðinganna, svo sem ég mun síðar víkja að. Naut hann yfirleitt mikillar
hylli og trausts í þinginu, eins og raunar hvarvetna sem hann starfaði og
kynntist. Þótt hann á þingfundum talaði minna en margir aðrir, þá munu
fáir hafa unnið betur og farsællegar í nefndum en hann gerði. Idann kast-
aði ekki höndum að neinu því starfi, sem honum var falið að vinna.
Guðmundur var Húnvetningur að ætt og uppruna og kosinn af samsýsl-
ungum sínurn á Alþingi, en hann var þó fyrst og frernst sannur og trúr
sonur íslands. Störf hans á Alþingi háru glöggt vitni um það. Velferð lands
og þjóðar, hagur hennar og framtíðarheill var efst á stefnuskrá hans. Hann
vann að sjálfsögðu margt og mikið fyrir kjördæmi sitt og studdi velferðar-
niálefni þess af alefli, en hreppapólitík og héraðstogstreitur átti í honum
engan formælanda.
Eins og að líkum lætur á svo löngum þingmannsferli sem Guðmundar,
hlaut hann að fjalla um mörg og margvísleg málefni að meira eða minna
leyti. Að sjálfsögðu voru þau honum misjafnlega hugstæð. Fjárhagsleg af-
koma þjóðarinnar var honum mikið atriði. Honum var það Ijóst, að smá-
þjóð eins og íslendingar varð að gæta sín vel í þeirn efnum. Hinn forsjáli
hóndi, sem vildi aldrei reisa sér hurðarás um öxl, en vann þó markvisst að
árlegum umbótum á jörð sinni, vildi hafa sama háttinn á í búskap þjóðar-
mnar. Hin sígandi lukka er bezt og farsælust er gamalt orðtak, og því vildi
hann fylgja bæði í einkarekstri sínum og þjóðarbúskap. Tvennt var þó eink-
urn, sem hann bar fyrir hrjósti og vann ótrauður að, annars vegar vöxtur og
viðgangur sveitanna og landbúnaðarins og hins vegar efling og útbreiðsla
samvinnustefnunnar í landinu. Honum var ljóst, að landbúnaðurinn var að
verða á eftir sjávarútveginum hvað ýmiss konar tækniframfarir snerti og
fólkið var uggvænlega mikið tekið að flytjast úr sveitunum og að sjávarsíð-
unni. Var það hvort tveggja, að hann taldi, að sveitirnar hefðu verið beztur
gióðrarreitur hinnar þjóðlegu menningar frá fornu fari og svo mundi verða