Andvari - 01.01.1972, Qupperneq 32
30
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON
ANDVARI
upp eld'húshurðina og kallaði á konuna. Þarna sérðu, sagði hann. Þetta er eng-
inn helvítis píringur, eins og hjá iþér. Eftir þínum pylsum að dærna ættu allar
skepnur á þessum bæ að vera holdlausar og innantómar. Ég vildi bara sýna þér
hvernig á að gera þetta. Eins og framhandleggur á manni að lengd, sjáðu. Og
svona digur. Hann velti rúllupylsunni á borðinu. Og til þess að hún lendi ekki
innan um þínar rúllupylsur og verði þeim til skammar, þá ætla ég að gefa hana.
Konan greip andann á lofti. Já, taktu bara andköf. Ég ætla að gef’a hana. Það
sést þá á að hér er ekkert til sparað í matargerðinni. Þú eyst og sóar, sagði konan.
Það er auðfundið að þú hefur ekkert átt til að halda utan um á þinni ævi. Mýrar-
húsa-Jón glotti. Ha, hvað segirðu, kerling. Ekkert átt. Ég hef þó haldið utan um
þig, og það var nóg sem fylgdi. Konan sneri sér snöggt að honum, en svo leit
hún á tómar hendur ;sínar, eins og til að átta sig á því, að hún hefði ekkert til
að berja hann með. Komdu þér út úr eldhúsinu, og taktu þennan óskapnað með
þér, sagði hún, annars læt ég hann fyrir hundana. Það var þér líkt, gæzkan,
sagði Mýrarhúsa-Jón. Ég hafði nú hugsað mér að gefa henni Stuttu-Siggu þessa
rúllupylsu, þegar hún kemur úr lauginni. Hann tók pylsuna og vafði henni
innan í rakan klút. Það er naumast að þér er orðið umhugað um vesalingana,
sagði konan.
Sú stutta kom í svarta myrkri. Hún bar þvottinn í gömlurn seglpoka undan
pósti. Þegar hún hafði dröslað pokanum inn í bæjargöngin <var ekki annað að
gera en drífa í sig matinn og koma sér heim. Hún talaði án afláts á meðan hún
borðaði. Það var komin rifa á eitt lakið. Það vantaði tölur á eitt og annað, og
svo voru hnén út úr á bláum samfestingi. Mýrarhúsa-Jón var á vakki í kringum
hana á meðan hún borðaði. Hann ýtti undir tal hennar. Einhverjar fréttir af
öðru en götum, sagði hann. Hvað ætli gerist við laug, sagði sú stutta. Annars
kom gestur. Hún sagði skilmerkilega frá göngukonunni. En það var nú ekki
hægt að gauka neinu að henni svona við laugina. Sumir eru heldur ekki aflögu-
færir, þótt þeir fegnir vildu. Þannig masaði sú sJíutta oní heitt kjötið af jarpa
kerruhestinum, sem hafði verið hreinn stólpagripur, enda ekki vanaður fyrr en
fimm vetra gamalk Varla að þetta geti heitið graðhestakjöt, eftir öll þes,si ár,
sagði Mýrarhúsa-Jón. Sú stutta lét sem hún heyrði ekki til hans. Það var allt
digurt á honum Jarp, sagði Mýrarhúsa-Jón. Sú stutta leit upp úr mat sínum og
rýndi á manninn. Göngukonan vildi ekki korna hingað, sagði hún. Mýrarhúsa-
Jón sneri sér að konu sinni. Heyrirðu Jretta. Já, og það er ekki mín sök, sagði
konan. Jæja, ekkert hef ég gert henni, sagði Mýraihúsa-Jón. Sú stutta reyndi að
rifja upp orð göngukonunnar. Hún sagöist ekki vilja koma þar sem hún væri
óvelkomin. Heyrirðu þetta, kona, sagði Mýrarhúsa-Jón. Það er eins og hundun-