Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Síða 65

Andvari - 01.01.1972, Síða 65
ANDVARI UPPELDI OG MENNTUN HELLENA 63 þrír frægir nemendur Platóns: Aristoteles, Herakleides og Hestiaios, önnum kafnir við að skrifa hjá sér ýmislegt til minnis. Platón getur því með engu móti kallazt alþýðufræðari. Hann virðist 'hafa talið, að einungis þeir menn ættu erindi í skólann, sem miklum gáfum væru gæddir og gætu varið löngum kafla ævinnar til náms og rannsókna. Rökfræði og stærðfræði urðu þeir að stunda af kostgæfni árum saman. Það var algert frumskilyrði þess að geta nálgazt leyndardóma heimspekinnar. Þegar þetta er haft í huga, kemur ekki á óvart, þó að alþýða manna hafi átt erfitt með að skilja fyrirlestra Platóns. Sumir ætla, að „Metaphysica" (háspeki) Aristotelesar gefi nokkra vísbendingu um, hvernig fyrirlestrar Platóns hafi verið. Ef það er rétt, er eðlilegt, að almenningi hafi þótt þeir harðir undir tönn. Samt er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi neinn heimspekingur, hvorki fyrr né síðar, haft víðtækari áhrif en Platón. Menn kynntust kenningum hans af ritum hans, já, hver kynslóðin af annarri. Og nemendur hans, sem margir voru miklir af sjálfum sér, héldu áfram að starfa í anda meistarans. „Lýsing Platóns á hinum ýmsu tegundum stjórnskipunar er,“ segir Werner Jaeger, hinn frægi skörungur grískra fræða, „sálfræðilegt meistaraverk“. Jaeger heldur því einnig fram, að Platón sé höfundur sálgreiningar (psychoanalysis). Greining og könnun Platóns á sál harðstjórans er ágætt dæmi. Til að öðlast skilning á hugarheimi þessarar manntegundar segir Platón, að nauðsynlegt sé að kafa niður í undirdjúp sálarlífsins, þar sem skynsemin haldi í vöku trylltum fýsnum fjötruðum. Þessi villidýr í frumskógi undirmeðvitundarinnar leysist úr læðingi í svefni. Drepur Platón í þessari lýsingu m. a. á hið svonefnda Oidipúsar- komplex og aðrar hliðstæðar, duldar óskir. En venjulegir menn kynnist þessum firnum undirmeðvitundarinnar aðeins í draumum. f sál harðstjórans hafi hins vegar þessar ófreskjur tekið ráðin af skynseminni og hinum betra manni og leiki lausum hala í vöku (Pol. 571 B—C). Platón notar fyrstur manna orðið „theologia" (guðfræði). Og hann er eigi aðeins höfundur orðsins, heldur og fræðigreinarinnar (Pol. 379 A), þ. e. þegar átt er við skilgreiningu hinztu raka tilverunnar á grundvelli heimspekilegrar röksemda- færslu. Einkum vakir hér fyrir Platón að setja skýrt og greinilegt fram, hvernig hugmyndin urn hið æðsta og bezta, þ. e. algóðan guð, geti og eigi að orka á uppeldi æskulýðsins. I þessum skilningi verður hið sanna uppeldi á grundvelli heimspekinnar fólgið í því að fá ungmennið til að snúa allri sál sinni að því ljósi og þeirri birtu, sem stafar frá hugmyndinni um hina algóðu uppsprettu alls lífs og alheimsins. f riti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.