Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 116
114
STEPHAN 13ENEDIKTSSON
ANDVARI
vinnur í kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn. Við liittum Þórliall á flugvellinum,
og kynnti hann ökkur fyrir syni sínurn og öðrum fai'þega, Sigurði P. Björnssyni
bankastjóra á Húsavík og miklum athafnamanni. Hann útvegaði okkur Stevie
sæti við glugga og greindi olckur frá því, sem fyrir augu bar á leiðinni. Það var
sólskin og bjart veður og útsýni dýrlegt. Við komuna til Akureyrar kynnti
Sigurður okkur fyrir flugstöðvarstjóranum, sem bauðst til að greiða götu okkar.
Idann pantaði herbergi fyrir okkur á Hótel KEA og hlutaðist til um, að við
yrðum sóttir að Arnarstapa, lþegar áætlunarbíllinn kæmi þangað daginn eftir. En
afi var einmitt á þeim slóðum fyrir rúmri öld.
Þegar við höfðum kornið okkur fyrir á hótelinu, gengum við um bæinn og
rákumst þá á Bandaríkjamann og konu hans í einni búðinni, Ray Bailey frá
Clarion, Iowa. Sonur þeirra var í flughernum á Keflavíkurflugvelli.
Ray var í þann veginn að leigja sér flugvél, er flygi með þau hjónin til
Grímseyjar. Yrði flugbrautin þar þurr, var ætlunin að lenda á eynni og skoða
sig um. Fengju þau þá skírteini, er vottaði, að þau hefðu komizt norður fyrir
heimskautsbaug. Þau buðu okkur að slást í förina, en við höfðum þegar gert ráð-
stafanir til að skreppa með bíl upp í skíðaskálann í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akur-
eyri, þaðan sem getur að líta yfir bæinn og héraðið.
Útsýnið var hrífandi. Elafið og snævi þakin fjöllin endurspegluðu bláa og hvíta
litinn í íslenzka fánanum. I bókasafni skíðaskálans fann ég forvitnilega bók,
Vestur-íslenzkar æviskrár eftir Benjamín Kristjánsson. Mér til undrunar voru
þarna rákin æviatriði Benediktsson- og Stephansson-fjölskyldnanna, m. a. ævi-
atriði mín, og birtar myndir af sumum fulltrúum þeirra. Þetta var víst 1. bindið,
prentað á Akureyri, en nú eru þau orðin þrjú, og á ég þau öll.
Þegar við komum ofan til morgunverðar daginn eftir, var verið að lesa þá
frétt í útvarpinu, að Hekla hefði byrjað að gjósa kvöldið áður. Hún gaus seinast
1947, og var engu líkara en hún brygði nú við, svo að við gætum séð tilþrifin.
Ég lét klippa Stevie, meðan við biðum eftir áætlunarbílnum. Ég minnist á
þetta vegna þess, að við, rakarinn og ég, vorum svo skrafhreifnir, að við lá, að
við Stevie misstum af bílnum. Rakarinn kunni ekki ensku, en mér veittist stöðugt
auðveldara að skilja og gera mig skiljanlegan á íslenzku.
Bandarísku hjónin, sem við höfðum hitt daginn áður, voru í bílnum. Þau
höifðu komizt til Grímseyjar, en ætluðu nú til Reýkjavíkur um 280 rnílur land-
leiðina. Veður var fagurt og bílferðin skemmtileg. Islenzka ströndin er vog-
skorin, líkt og hafið teygi fingurna milli hrjóstrugra fjallshryggjanna. Láglendið
með fjörðum fram [eða inn af þeim] er víða ræktað og virðist vera frjósamt.
Tún voru að byrja að grænka í vorblíðunni, og bændabýli þau, er við sáum á
leiðinni, virtust með nýtízkulegum brag og vel hirt. Vegurinn var ekki sem