Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1972, Page 119

Andvari - 01.01.1972, Page 119
ANDVABI FERÐ Á FEÐRASLÓÐIR 117 að myndhöggvarinn gamli var heima og staddur úti í garði, þegar viS komurn. Við kynntum okkur, og fór hann sjálfur með okkur og sýndi okkur um á landar- eigninni og í listasafninu. Aldrei hef ég orðið ja'fnhrifinn af að hitta nokkurn mann. Hann var heldur ótilhafður rétt eins og hann mætti ekki vera að því að fást um slíka smámuni sem þá, hvernig hann væri til fara, maður hátt á áttræðisaldri og gekk þó enn allur upp í verkum sínum og ævistarfi. Hann talaði einvörðungu íslenzku og svo hratt, að ég skildi ekki allt, sem hann sagði. Hins vegar minntist ég ekki, að ég þyrfti að segja neitt, meðan á sýningarferðinni stóð, svo að þetta kom ekki að sök. Hann sagði okkur, hvað hvert einstakt verk héti, og nöfnin voru mjög vel til fundin. Fjöldi verkanna er mikill og sum þeirra afar stór. Hann vinnur úr margvíslegu efni, allt frá múrsteinum til gamalla baðkera. Hann er engum manni líkur að skynbragði og hugmyndaflugi. Hann kvað sig reka minni til heimsóknar Stephans G. 1917, en hann héfði þó ekki hitt hann, því að hann hefði á þeim tíma verið við nám í París. Áður en við fórum, keypti ég litla gibssteypu af einu verka hans og vona, að ég geti keypt aðra stærri seinna. Á leiðinni heim til Kristins var komið við á Hótel Loftleiðum, þar sem ég keypti lunda (uppstoppaðan) handa Stevie, eins og ég háfði löfað honum, og rákumst við þá enn á Bailey-hjónin og köstuðum kveðju á þau. Meðan ég man, Susan fékk til minja sútað gæruskinn. Kristinn og kona hans buðu okkur út að borða um kvöldið, og fórum við í Naustið, er leggur áherzlu á hvers konar íslenzka rétti. Naustið er innréttað eins og skip, og matur og þjónusta eru með ágætum. Ég fékk síhl, þrenns konar síld í forrétt, síðan hangikjöt og þá skyr og kaffi, allt afbragð. Að 'loknum kvöldverði fór Stevie í háttinn, enda orðið áliðið, og Kristinn og kona hans fóru með mig í seinustu ökuferðina um bæinn. Sá ég þá ýmis hverfi, sem ég hafði ekki séð áður. Klukkan var orðin tíu, en samt var bjart úti, og stendur mér enn fyrir hugskotssjónum útsýnið til hafsins yfir Reykjavíkurhöfn. Það var ládauður sjór, en það ber víst ekki öft við, og biminn og haf vom nákvæmlega samlit, blágrá. Maður gat ekki greint, hvar hafið endaði og him- inninn tók við. Morguninn eftir, föstudaginn 8. maí, fórum við Stevie snemma á fætur til þess að ná í bílinn til Keflavíkur. Við flugum með Flugfélagi Islands til Glasgow, en þaðan með BEA til London, þar sem Audrey og Rennie systir hennar tóku á móti okkur. Ferðin til íslands var mér mikils virði. I henni rættist ósk, sem ég hafði alið lengi í brjósti, og ég fann, að ég var af íslenzku bergi brotinn, og til samkenndur með fólkinu þar, líkt og fór fyrir Audrey á Englandi. Það varð okkur öllum rnikið ævintýri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.