Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 8
6
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARl
honum innan um bækur hans, þar sem alltaf var hœgt að fletta upp
heimild, ef eitthvað bar á milli. Þrátt fyrir gamanmál beindist talið
œvinlega öðru hverju án alls hátíðleika að alvarlegum efnum. Þannig
gat tíminn liðið.
Eg held að rósöm fræðimennska og ritstörf hefðu getað látið honum
vel. Það var ein hlið hans. En ég er hinsvegar viss um að stjórnmálin
vóru réttur vettvangur hans. Þar var hann af lífi og sál. Þó að hann skildi
stjórnmál réttilega sem íþrótt og hefði yndi af íþróttinni, þá sat áhugi
hans á málefnum alltaf ífyrirrúmi. Þetta vissu vinir hans ogþetta hygg ég
að komi fram í alltof stuttri þingsögu hans.
Hann hafði auk augljósra hæfileika til að bera mannkosti, sem við
trúum þrátt fyrir allt að eigi heima í stjórnmálum, festu, hugrekki og
heiðarleik. Hann átti að baki langan og merkilegan feril sem sendiherra
og bankastjóri, þegar hann var kjörinn á þing, en hans naut við skamma
stund á opnum vettvangi stjórnmálanna. Hann dó 62ja ára, á því
aldursskeiði sem löngum hefir verið talinn bezti tími stjórnmálamanns.
En hann var borinn tilforystu, það hlautöllum að vera Ijóst, sem þekktu
hann.
Kristján Karlsson
1
Pétur Benediktsson fæddist í Reykjavík 8. desember 1906. Foreldrar
hans voru hin þjóðkunnu hjón Benedikt Sveinsson alþingismaður og
skjalavörður og Guðrún Pétursdóttir.
Benedikt var sonur Sveins Víkings gestgjafa og söðlasmiðs á Húsa-
vík, sem ættaður var úr Kelduhverfi, og Kristjönu Guðnýjar Sigurðar-
dóttur fráHálsi í Kinn, af Illugastaðaætt. Guðrún var dóttir Ragnhildar
Ólafsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum (Lundaætt) og Péturs
Kristinssonar útvegsbónda í Engey (Engeyjarætt).
Benedikt Sveinsson var sem kunnugt er manna einarðastur í barátt-
unni fyrir sjálfstæði íslands, og mátti ekki heyra á annað minnst en að
Islendingar fengju „fullkomið vald yfir sínu landi, afarkostalaust.“
Hann þótti mikill drengskaparmaður og prúðmenni, — og um hann
mátti segja það sem hann sagði sjálfur um Jón Sigurðsson: „Hann