Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 60
58
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
rómantík æskuleikjanna. Hún var nauðsynlegur þáttur á þroskabraut hans,
þó að hún yrði síðar að spennitreyju sem hann varð að slíta af sér. Kannski var
hann of óþolinmóður, sást ekki fyrir í eldmóði sínum og heilagri vandlætingu
og trúði því að heimurinn léti sér segjast af ádrepum hans. Hafi hann í alvöru
haldið eitthvað slíkt — og ég minni á að hann var sjálfur ekki aðeins ákaf-
lyndur ofurhugi, heldur einnig afspringur þeirra tíma þegar enn var trúað á
hugsjónir — þá leyndist einnig innra með honum rödd sem bað hann um að
láta ekki blekkjast; maðurinn væri hvort eð er ekki borinn í þennan heim til
að sigra nema í hæsta lagi yfir sjálfum sér, öld réttlætisins stæði ekki á dagatali
þessarar kynslóðar né hinna næstu. Hlutverk skáldsins væri ekki að hafa vit
fyrir samtíð sinni eða innræta henni réttar skoðanir, heldur að kveða harm-
ljóð yfir þeim föllnu; bera þjáningunni vitni og kenna með þeim hætti
auðmýkt andspænis fallvaltleikanum, ást á sannleikanum, umburðarlyndi og
virðingu fyrir öðru fólki.
Það kann að hljóma sem hálfgerður kaldrani, en í þessu Ijósi skoðað finnst
manni dauði Kambans sjálfs einkennilega viðeigandi lokapunktur á ævi hans.
Ég ítreka það sem ég sagði hér að framan að viðhorf og mök hans við nasista
þyrfti að rannsaka. Mér þykir að vísu fremur ósennilegt að slík rannsókn
myndi í nokkru breyta mynd okkar af honum; eins og hann kynnir sig í öllum
verkum sínum virðast fáir ólíklegri til að gerast liðveislumenn ógnarstjórnar
og ofbeldisafla. Og yfir falli hans, framkomu hans við böðlana þegar þeir
skipa honum að fylgja sér út, er óviðjafnanleg tragísk reisn; eins og líf og
skáldskapur renni að lokum í eitt, sannleikur hinnar tragísku hetju öðlist
staðfestingu á vígvelli veruleikans. Hvaða hugsanir þjóta um hug
harmleikjaskáldsins á stund háskans, þegar vopnunum er beint að honum
sjálfum? Eitt sekúndubrot rifjast kannski upp fyrir honum það sem hann lét
Róbert Belford segja áratugum fyrr, að allir lifi til einskis; svo að til hvers er
þá að kaupa sér fáein ár í viðbót. Jafnvel þótt lífsstundirnar kunni að vera
einhvers virði, þá er það verð sem nú er sett upp alveg örugglega of hátt.
Órétturinn mun alltaf sigra, illska og hatur ævinlega ráða ríkjum. Á öld
morðæðis og myrkraverka er sakleysi engin vörn, enginn óhultur, öll
mannleg gildi troðin fótum og svívirt. Guðmundur Kamban veit að skjöldur
hans er flekklaus, hann þarf ekki að svara til saka fyrir dómstóli götunnar.
Byssukúlur geta ekki grandað því sem mestu skiptir: góðu mannorði og vel
unnu lífsstarfi. Hann veit líka að hvað sem á dynur þá er eitt sem ekki verður
frá manninum tekið: rétturinn til að segja nei. Bresti hann kjark til að neyta
þessa réttar, lyppist hann niður fyrir hótunum, þá er sannarlega allt til einskis;
þá hafa grimmdin og bleyðiskapurinn hrósað sigri. Takist honum hins vegar
að yfirbuga óttann, bregðist rétt við á úrslitastundinni, þá hefur hann ekki
aðeins höndlað það frelsi sem eitt er nokkurs vert, heldur líka afhjúpað
ofbeldið, svipt af því lygagrímunni sem það skýlir sér á bak við. Annan og