Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 75
andvari
„ÉG MINNIST ÞVlNÆR DAG HVERN BERNSKU MINNAR"
73
ismanni einum, Steingrími J. Porsteinssyni, að lesa fyrir hann aðra próförk af
bók. Henni var komið til mín austur í Hveragerði, en þar mátti ég vera
einsamall í sumarhúsi eins lengi og ég vildi.
Mig langaði til að láta reyna á það, hvort ég kæmist eitthvað áleiðis með Fjall-
ið og drauminn og festa auk þess á pappírinn tvær smásögur.
Ég var þarna á fjórða mánuð og áætlun mín stóðst nokkurn veginn. Ég skrif-
aði uppkast að þremur köflum í Herdísarsögu og lauk að fullu við tvær smásög-
ur.
Onnur þeirra, Stjörnurnar í Konstantínópel, birtistfyrst á prenti 1943 minnir
mig, og síðar á mörgum erlendum málum.
Hin sagan hét Pegar ég var blaðamaður, sögð í fyrstu persónu og alllöng, lík-
ast til 60 prentsíður.
Þjóðkunnur maður, sem fékk að lesa hana í handriti, bar á hana mikið lof og
hvatti mig til að birta hana sem skjótast. Ég gat hins vegar ekki orðið við áskor-
un þessa vinar míns, því að sagan var þá þegar tekin að vaxa að framan og aftan
í huga mér.
Þegar verið var að sarga í mér um efni í jólablað nokkrum árum síðar, greip
ég kafla úr þessari smásögu minni og skellti í blaðið. Kafli þessi er viðtal blaða-
manns við sjúkling á spítala, og er hann það eitt úr smásögunni, sem smó löngu
síðar inn í Pálssögu, fyrsta bindi hennar, Gangvirkið.
Nú liðu fram ár og stundir, og sífellt var Pálssaga að myndast í hugskoti mér;
laumast þangað, þegar hlé varð á öðrum störfum.
Og ekki hafði ég fyrr lokið við Vorkalda jörð haustið 1951, en Pálssaga altók
mig; ruddist beinlínis fram, raðaði sér í kapítula og hvert bindið af öðru, uns ég
hafði þessa 1250 blaðsíðna sögu í huga mér með flestöllum persónum sínum.
Ég átti í nokkurra vikna stríði við sjálfan mig; gat ekki afráðið, hvorn kostinn
skyldi taka: byrja að semja lokabindi Herdísarsögu, sem mótast hafði í stórum
dráttum um leið og hin og ég miðað margt við það í fyrri bindunum, ellegar
leggja umsvifalaust í Pálssögu.
Hún stóð mér lifandi fyrir hugskotssjónum, rétt eins og öll styrjaldarárin. Ég
mundi aragrúa smárra atvika og stórra frá þeim tíma, sem sögu Páls var mark-
aður; en hætt var við, að sum þeirra gleymdust eða dofnuðu, svo að ég gæti ekki
haft þau löngu síðar til hliðsjónar. Aftur á móti þurfti ekki að kvíða því, að
hugsunarháttur og aldarfar á vegferð Herdísar tæki stökkbreytingum, uns hún
'yki henni á Fossi, þaðan sem hún lagði af stað.
Togstreitunni lauk á því, að Pálssaga varð ofan á: Ég tók til við Gangvirkið á
þorra 1952, en út kom bókin 1955.
Eftir stutt hlé tók ég svo til við miðbindi sögunnar; reyndi að þoka henni
áfram hægt og hægt milli þess sem ég varð að grípa í prófarkalestur eða aðra
snapavinnu. Frá og með Gangvirkinu hafði ég tamið mér þá aðferð að þrælast á
hverjum kafla, þangað til ég taldi hann fullunninn; ég skrifaði slitrótt uppkast