Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 170
168
H JÖRTUR PÁLSSON
ANDVARI
V
Ljóðin íSól tér sortna (1945) eru miklu sundurleitari en í næsta ljóðasafni á
undan. Tvennt einkennir afstöðu Jóhannesar til lands og þjóðar í þeim
ljóðum bókarinnar, sem kalla mætti ættjarðarljóð: fögnuðurinn yfir lýð-
veldisstofnuninni 1944 og fullu sjálfstæði þjóðarinnar og uggurinn vegna
hernámsins 1940 og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðlífið.
í Aldaregni kveður skáldið allt, sem góðu heilli er horfið, en fyrrum reyrði
þjóðina í fjötra. Uggur og von tímamótanna 1944 vega salt í Gýgjamálum, en
fögnuðurinn ljómar yfir kvæðunum Brúðurin blárra fjalla og Islands börn.
Um hættu hernámsins yrkir Jóhannes Fjallkonuna, sem loksins er stigin
frjáls fram í Ijós sögunnar, og spyr:
Hvort finnst þér eigi sigri svipt
og svívirt drottning þín,
er upp við hennar björtu brjóst
á byssustingi skín
og kúlur þjóta um hennar hár
og hvíta brúðarlín?
Vonsvik skáldsins vegna þessara örlaga setja mark sitt óbeint á ýmis önnur
kvæði bókarinnar, og ekki fer milli mála, að honum er varðveisla nýfengins
frelsis áhyggjuefni og þykir stríðsgróðinn hafa sljóvgað þjóðina fyrir skils-
mun góðs og ills.
Pað þarf því engan að undra, að næsta ljóðabók Jóhannesar ,Sóleyjarkvœði
(1952), er runnin af sömu rót. Hún kom út ári eftir að bandarískt herlið var
kvatt hingað og þremur árum eftir að íslendingar gengu í Atlantshafsbanda-
lagið. Jóhannes úr Kötlum var alltaf í fremstu röð þeirra, sem börðust gegn
þessum ráðstöfunum, og leit á þær sem landráð og svik við hið nýstofnaða
lýðveldi.
í þessu ljósi verður að skoða Sóleyjarkvœði. Þegar efni ljóðaflokksins og
þjóðernishyggja Jóhannesar er haft í huga, er ofur eðlilegt, að hann skyldi
velja honum það form og stílblæ, sem raun ber vitni. Árangurinn varð sá, að
með Sóleyjarkvæði tókst honum að samhæfa ádeilu og eggjun í tilefni af
samtímaatburðum dulúðugri fegurð og tregablæ þjóðkvæðanna, svo að hvort
lyfti öðru upp í veldi skáldskapar, sem engan lætur ósnortinn vegna þeirrar
heitu og sáru tilfinningar, sem undir býr.
Sama árið og Sóleyjarkvæði kom út ferðaðist Jóhannes úr Kötlum til Kína
með íslenskri sendinefnd. Heim kominn úr þeirri för sendi hann frá sér litla
bók,Hlið hins himneska friðar (1953). Þar leiðir hann lesandann við hönd sér
um hið volduga, nýja ríki og sýnir honum dýrðina, fullur aðdáunar og
barnslegrar gleði, og kemst ekki hjá því að bera saman land sitt og ríki Maós.