Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 37
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
35
sjá hvernig milliliður lítur út, klæddur holdi og blóði, þurfa ekki annað
en að leggja leið sína í bankann.
En það er ekki nóg með það, að við séum milliliðir, lifandi milliliðir.
I musteri milliliðanna þjónum við öðrum miklu meiri millilið, — sjálfu
hugtaki hins hreinræktaða milliliðs, peningunum. Forðum var það
gullkálfurinn, sem við tilbáðum, en brátt breyttum við gullinu í gull-
tryggt hugtak, og nú er ekki annað en hugtakið eftir. Náttúrlega er
nokkur kostnaður við að framleiða peningaseðlana, en það er meiri
kostnaður að framleiða margar bókakápur og auglýsingar, sem engum
dettur í hug að halda saman. Fað er því ekki vegna hins innra verð-
mætis seðlanna eða skiptimyntarinnar, sem allir sækjast eftir pening-
um. Hver er þá ástæðan? Já, víst er það skrýtið, en samt er það satt, að
þrátt fyrir alla fyrirlitningu á milliliðunum, er það einmitt vegna milli-
Hða-hugtaksins sem í peningunum býr, vegna hins þrí-eina hlutverks
þeirra sem milliliðs allra milliliða, sem þeir þykja eftirsóknarverðir.“
í þrjá áratugi var Landsbanki íslands hvort tveggja í senn, viðskipta-
banki og seðlabanki, — en með lögum 1957 var gerð sú breyting á
starfsháttum bankans að honum var skipt í tvær deildir sem hvor um sig
skyldi lúta sérstakri stjórn, deild viðskiptabanka og seðlabanka. For-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins fóru þess á leit við Pétur að hann veitti
seðlabankanum forstöðu svo að Vilhjálmur Þór yrði þar ekki alls-
ráðandi, en Pétur undi því ekki að vera einvörðungu þjónn hins „mikla
milliliðs“ og kaus sér viðskiptabankann sem starfsvettvang; þar var við
einstaklinga og fyrirtæki að skipta — þar fann hann hjartslátt þjóðar-
innar á hverjum degi.
Pétur var eindreginn talsmaður fulls aðskilnaðar seðlabankans og
Landsbankans sem viðskiptabanka, kvað það aðeins valda „ruglingi
innanlands og erlendis að láta tvo banka, sem hafa ólíkum hlutverkum
að gegna, heita sama nafni.“ Hann taldi bankalöggjöfina 1957 slíka
),hrákasmíð að ekki verður lengi við unað“ — en það „meginatriði, að
skilja seðlabankann frá viðskiptadeild Landsbankans“ þó „tvímæla-
laust spor í rétta átt, og hefði átt að vera stigið 30 árum fyrr.“ Pá hafði
faðir hans lagt til að stofnaður yrði Ríkisbanki íslands til að gegna
venjulegum störfum seðlabanka. Benedikt var raunar um skeið
Landsbankastjóri og lengi síðan ,,gæslumaður“ bankans. Ásamt þeim
Ásgeiri Ásgeirssyni, Jónasi Jónssyni, Magnúsi Jónssyni og Sveini