Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 169
ANDVARI
„LAND MÍNS FÖÐUR'*
167
Viökvæmu blöð, ó, feimna holtsins fegurð,
fagnandi hér ég stend og einskis sakna;
— nú skal ég aldrei tala um fátækt framar,
fyrst ég má ennþá horfa á yður vakna.
í fullu samræmi við þessa hugsun er ljóðið Dýragras:
Heiðgolan þýtur björt og blíð í fasi,
blómálfa smáa huldur til sín kalla.
Hér vil ég vanga að um eilífð halla,
— ástin mín býr í þessu dýragrasi,
blá, ó, svo blá.
í sátt við allt og alla
upphafs míns til ég vil að lokum falla.
Það er eftirtektarvert, hve lítið fer fyrir borginni og bæjarlífinu í Eilífðar
smáblómi. Það eru sveitin og átthagarnir, sem skyggja á það á ný eins og í
fyrstu bókunum. Jóhannes þráir hið upprunalega líf, sem hann kynntist þar. í
Heyönnum dreymir hann um að verða bóndi, og í Heimasætunni lýsir hann
því, hvernig bóndadóttirin verður honum vegavilltum táknmynd jarðarinnar
og friðarins. Finna mætti þessum orðum stað í mörgum kvæðum öðrum, en
eitt þeirra, Kvíaból, er gott dæmi þess, hvernig Jóhannes getur lýst hugsýn
sinni og draumi þannig, að maðurinn og landið fallast í faðma og eignast eina
sál. Það er skemmtilegur vitnisburður um skyldleik skáldskapar og myndlist-
ar, að Iesandanum getur stundum fundist þetta kvæði geyma nákvæmlega
sömu friðsæld og hamingju og skín út úr sumum málverkum Gunnlaugs
Schevings af íslensku sveitafólki við önn sína.
Eilífðar smáblóm er til vitnis um breytt viðhorf Jóhannesar úr Kötlum til
landsins. Það fær nú nýtt gildi fyrir hann. Fegurð þess og tign og yndi
náttúrunnar er ekki lengur efni rómantískrar myndar í björtum litum eða
ögrandi ímynd hugsjónarinnar sjálfrar í augum baráttumannsins, heldur
læknisdómur — endurleysandi afl. Faðmur landsins opnast þeim, sem koma
sárir úr stríðinu. Þar öðlast þeir huggun og skjól, meðan óveðrið geisar, kveða
sig í sátt við lífið og safna kröftum til nýrra átaka úr „upprunans æð“. Þennan
óáþreifanlega, græðandi kraft kann að vera torvelt að skilgreina, en hann
laðar fram það besta í hverjum íslendingi og verður eitt með því, svo að ekki
verður greint milli manns og lands, sem er þó í raun réttri eftir að skapa, eins
og Jóhannes lýsir vel í lokaerindi kvæðisins Island:
ísland er þetta, sem enginn heyrir né sér,
en aðeins lifir og hrærist í brjóstinu á mér,
hver blær frá þess væng sem ljómandi eilífðin er,
— ísland er landið, sem framtíðin gefur þér.