Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 90
88
STEFÁN BJARMAN
ANDVARI
inn algerlega févana, heldur einnig skuldugur, svo ég sagði mig frá stúdents-
prófi og fór að vinna hjá Einari Sæmundsen, skógarverði! Mér er enn í minni
þegar ég labbaði á fund Jóns Ófeigssonar, og sagði honum að ég væri hættur við
próf- ég hélt hann ætlaði að berja mig! — Má vera að ég hefði slampazt í gegn-
um prófið, ég var sæmilegur í sumum fögum, en mjög götóttur og næstum
blankur í öðrum - en hverju hefði ég verið nær? Mig hafði persónulega aldrei
fýst til framhaldsnáms í neinni af þeim fáu greinum sem um var að velja hér
heima þá, mig skorti algerlega alla „ambition“ — og hefur ætíð skort — en í ætt
minni var mikið um prestablóð, og móður mína blessaða langaði til að „berja“
mig til prests, en lof sé öllum góðum vættum fyrir að ekkert varð úr því, ég var
þegar orðinn fráhverfur trúarbrögðum áður en ég var fermdur! - Jæja, að
undanskildum þremur næstu árum, var ég óslitið búsettur í Reykjavík fram til
ársloka 1924, og jafnan með annan fótinn í Unuhúsi sem áður fyrr. Þá tóku við
utanlandsár mín, í Englandi, Kanada, Bandaríkjunum, og síðast tæp tvö ár í
Kaupmannahöfn, en þaðan kom ég til Reykjavíkur miðsumars 1931, - og auð-
vitað fyrst allra staða í heimsókn í Unuhús. Þar var orðin mikil breyting, Una
gamla dáin, og Erlendur orðinn skrifstofustjóri á Tollskrifstofunni, húsið að
vísu sami allsherjar „Salon“ og áður en nú hreint og þrifað, og allt „Hærværk“
frá dögum gömlu konunnar fyrir bí. Það var góð heimkoma!
Ég var búsettur í Reykjavík til 1945, en flutti svo til Norðurlands, og stundaði
kennslu fyrst á Akureyri, svo á Siglufirði og loks á Dalvík, en dvaldi á hverju
sumri eftir skólalok frá einum og upp í þrjá mánuði í Reykjavík, og þá jafnan
með annan fótinn í Unuhúsi. Og svona liðu árin. Eins og tízka var þá, var ég
auðvitað stundum að reyna að „skálda“ eitthvað (hafði raunar á unglingsárum
bangað æði miklu saman í bundnu máli, en eyðilagt allt jafnharðan); árið 1937
(minnir mig) samdi ég heila „skáldsögu“, sem ég sýndi Erlendi einum manna,
en við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri að mestu stuldur úr trílógíu
sem við höfðum báðir nýlega lesið eftir þýzka sagnaskáldið J acob Wassermann,
að viðbættum stílsbrögðum Joseph Conrad’s, sem ég um þær mundir var hrif-
inn af, svo heila gumsið hafnaði í ruslakörfunni, and good riddance! - En
Erlendur var stundum að impra á að ég reyndi við þýðingu á einhverri sæmi-
legri bók, en ég var um það leyti andvígur „yfirflutningi“ góðbókmennta af
frummálinu. Það eina sem ég hafði borið við í þeim efnum var yfir í Bandaríkj-
um, þegar ég komst í kynni við smásagnahöfundinn O’Henry, sem sló mér al-
veg við, svo ég hripaði í striklotu þýðingu á einum tíu smásögum hans á sundur-
lausa pappírssnepla, sem flestir týndust á flækingi mínum, utan hvað Þorsteinn
Ö. fékk einhvern tíma tvær eða þrjá hjá mér og las í útvarpi.
En nú gerðist það að árið 1939 kom út ný bók eftir John Steinbeck, „The
Grapes of Wrath“, og vinur minn vestra sendi mér eintak af henni áður en hún
kom í bókaverzlanir hér. Um þær mundir lá einn af æskuvinum mínum, Stein-
grímur Einarsson Eyfjörð, læknir á Siglufirði, erfiða banalegu af Röntgeneitr-