Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 116
114
PÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
kveðskap hans upp á arma sína, gáfu hann út og skrifuðu um hann fullir
skilnings og aðdáunar. Þetta voru menn á borð við Hannes Hafstein, Einar H.
Kvaran og Gest Pálsson. í augum þeirra var Hjálmar „líkastur gnæfandi
klettastrók á reginfjöllum, sem aldrei hefir fengið neinn lífsgróður á sig, en
verður að standa þar hrikalega kaldranalegur og raunalega skuggalegur og
taka á móti öllum hryðjum úr íslenzku lofti og fær ekkert gert nema anda frá
sér nágusti ofan yfir bygðina“, svo vitnað sé í fyrirlestur Gests Pálssonar,
„Nýi skáldskapurinn“, frá 1889.4 Þannig komst Hjálmar um síðir í hóp virtra
,,þjóðskálda“ okkar. Ritsafn hans var gefið út og ljóð hans tekin upp í
úrvalsrit íslenskra bókmennta.
Undanfarin ár hefur lítið verið minnst á Hjálmar í Bólu í umræðu manna
um bókmenntir. Hann er ekki einu sinni nefndur á nafn í þeirri bókmennta-
sögu sem mest er lesin í framhaldsskólum landsins. Petta kemur ef til vill ekki
mjög á óvart þegar skáldskapur hans er skoðaður. Meginhluti hans eru rímur,
erfiljóð, ljóðabréf og annar tækifæriskveðskapur sem fáir nútímalesendur
hafa gaman af að lesa. Innan um eru hins vegar nokkur kvæði sem telja
verður með því besta sem ort var á öldinni sem leið. Það var því gleðilegur
viðburður þegar Bókaútgáfa Menningarsjóðs sendi á síðasta ári frá sér veg-
lega búið rit um ævi og verk Hjálmars eftir Eystein Sigurðsson bókmennta-
fræðing sem sýnt hefur skáldinu meiri ræktarsemi en aðrir á síðustu árum.5
í þessu riti er annars vegar rakin ævisaga Hjálmars, en hins vegar leitast við
að gera grein fyrir skáldskap hans, yrkisefnum, máli og stíl. Ekki er hægt að
segja að bryddað sé upp á mörgum nýmælum um æviferil skáldsins eða
skilning á honum. Þó myndu varkárir ævisagnaritarar tæpast leggja blessun
sína yfir allt það sem skrifað stendur, svo sem hugleiðingar Eysteins um
faðerni Hjálmars eða viðleitni hans til að renna stoðum undir þjóðsagna-
kenndar frásögur um fundi þeirra Hjálmars og Bjarna Thorarensens. Slíkar
bollaleggingar um vafasöm atriði sem aldrei verða sönnuð og margt bendir
beinlínis til að séu röng eiga vart heima í öðrum fræðiritum en þeim sem fást
við sköpun þjóðsagna, nema þá sem stuttar aftanmálsgreinar.
Bókmenntafræðileg vinnubrögð Eysteins virðast í heildina traustari en
ævisagnaritunin. Nokkrum vonbrigðum veldur það reyndar hve sjónarhorn
höfundar er þröngt. Mikið rúm fer í smásmugulega upptalningu á einstökum
formþáttum í kveðskap Hjálmars og að endursegja efni rímna. Hér hefði að
ósekju mátt leggja meiri rækt við að tengja saman líf Hjálmars og list. Um
leið hefði það aukið gildi bókarinnar til mikilla muna ef gleggri grein hefði
verið gerð fyrir bókmenntalegri stöðu skáldsins og viðhorfum hans til hefðar
og nýjunga í skáldskap 19. aldar. Þetta er reyndar að nokkru leyti viðfangs-
efni Eysteins í síðustu köflum bókarinnar, sem um leið eru best skrifuðu
kaflarnir og líklega þeir sem höfða helst til almennra lesenda. Mesta athygli
þar vekur sú staðhæfing að „ekki sé rétt að líta á Hjálmar eingöngu og fyrst og