Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 124
122
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
„f jallkonan fríð“ sem ver sig gegn vellyst og spillingu siðmenningarinnar með
fjærstöðu frá öðrum þjóðum og óblíðri veðráttu. Hjálmar sér hins vegar nær
karlæga og holdlausa konu sem kúrir öðrum þjóðum fjær. Þannig má að
nokkru leyti skoða kvæði hans sem svar við kvæðum Bjarna, andóf gegn þeim
óraunsæju hugmyndum sem þar koma fram. Þetta andóf er grundvallað á sýn
alþýðunnar og svar Hjálmars við boðskap Bjarna er trúin á guð. Þetta kemur
vel fram í síðustu erindum kvæðanna þar sem skáldin hugleiða hvað verða
megi þjóðinni til bjargar. Viðhorf Bjarna eru þau að með illu skuli illt út reka.
Landið á að snúast til varnar og sýna enn meiri hörku en áður eða sökkva í
hafið ella. Hjá Hjálmari er það drottinn guð sem á að bjarga þjóðinni úr
nauðunum eða afmá landið.
Þegar „fjallkona“ Hjálmars, hvort heldur í „Þjóðfundarsöng“ hans eða
„ísland fagnar konungi sínum 1874“, er skoðuð í tengslum við rómantíkina
koma upp í hugann inngangsorð Jónasar Hallgrímssonar að kvæði sínu
„Móðurást“.13 Þetta kvæði um förukonuna sem varð úti í kafaldsbyl, en
bjargaði börnum sínum tveimur með því að verja þau með eigin líkama, var
eins og kunnugt er ort sem andsvar við þýddu kvæði sem birtist í Sunnan-
póstinum árið 1835. Um þá mynd sem þýðandinn dró upp af förukonunni
sagði Jónas: „Hann hefir ekkji varað sig á, að það mundi verða viðbjóðslegt
°g stiggja fegurðartilfinníngu allra þeírra, sem þessháttar tilfinníng er nokkur
í, þegar hann er að lísa konunni, hvað hún sje skjinhoruð og húsgángsleg og
hvurnig hún situr og tínir af sjer ræflana spjör firir spjör, so hún er orðin
allsnakjin eptir firir augum lesandans.“ Hvað hefði Jónas, skáldið sem orti
„Landið er fagurt og frítt“, sagt um lýsingar Hjálmars: „Sjá nú, hvað eg er
beinaber, / brjóstin visin og fölar kinnar“ (15) eða „hnigin að æfi kalda
kveldi, / karlæg nær og holdlaus er“ (5). Eitt er víst, þær einkennast ekki af
því viðhorfi rómantíkurinnar „að skoða lífið í æðra og tignara ljósi en það
daglega líf veitir“, svo vitnað sé í einn helsta hugmyndasmið íslenskrar
rómantíkur, Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal.14
IV
Þessi atriði verða látin nægja til að sýna fram á að tengsl Hjálmars við
rómantíkina eru trúlega flóknari en svo að unnt sé að afgreiða þau á jafn
stuttaralegan hátt og Eysteinn Sigurðsson gerir í bók sinni um skáldið. Til
þess að ákvarða stöðu hans í bókmenntaheimi 19. aldar virðist því nauðsyn-
legt að skoða kveðskap hans í enn víðara samhengi en Eysteinn gerir.
Rannsaka þyrfti skáldskaparstíl hans og viðhorf til listsköpunar, bæði frá
sjónarhóli rímnahefðarinnar, þar sem kvæðagerð var talin til íþrótta, og
rómantíkurinnar þar sem höfuðáhersla var lögð á skapandi ímyndunarafl