Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 135
ANDVARl
MENNING OG BYLTING
133
og sárbœndi dauðann að gefa þér grið,
að gjöra þaðfyrir mig,
en aldrei égframar að eilífu bið,
ég œtla’ ekki að krjúpa hásæti við,
— harðstjóri ég hata þig.n
Hér er hinum siðferðilega alheimi snúið á haus. Guð rétttrúnaðarins hefur
runnið saman við persónugerðan dauða, grimmlyndan harðstjóra sem verð-
skuldar hatur manna fyrir ráðsmennsku sína. Táknmið hans tengist nú því sem
framandlegt er og illt. Mannleg örlög hafa enn merkingu og tengjast yfirsettum
táknmiðum en gildin hafa breyst, öndverð skaut skipt um stöðu. Hið sama ásér
stað í kreppusögum Gunnars Gunnarssonar. í þeim ríkir það viðhorf að náttúr-
an sé bölvaldur manna og dragi þá til ömurlegs dauða að afloknu snautlegu lífs-
flökti. Hún er neikvætt og ómeðvitað tortímingarafl, líkust ásjónulausum
grimmdarguði. Náttúran og Guð renna með öðrum orðum saman í táknmiði
ofbeldis og eyðingar. Kannski frumaflið sé brjálaður guð með ótakmarkað
vald, kaldhæðin ófreskja, segir á einum stað.12
Það er eins og orðræða kristindómsins hafi snúist gegn sjálfri sér, eigin for-
sendum, frumsetningar orðið að öfugmælum. Heimsmynd er afneitað en samt
sem áður gagnsýrir hún málfar og táknanotkun. Þessi tvískinnungur sýnir
glögglega þann rugling sem auðkennir byltingarskeið. Orðræðan er komin í
andstöðu við hefðbundið hlutverk sitt: að tryggja stöðugleika sjálfs og
menningar. í bókmenntunum blandast nú aðskilin tilverusvið á vanheilagan
hátt og með ógnvænlegum afleiðingum. Hið guðlega, náttúrlega og mennska
venslast með nýjum hætti jafnframt því sem siðferðilegar andstæður sundrast.
Ósamrýmanleg fyrirbæri falla saman og valda með því öngþveiti líkt og eitt sinn
forðum þegar synir Guðs stigu til jarðar og höfðu samfarir við dætur manna. Þá
varð hið illa til og heimurinn fór úr skorðum. Við þessar aðstæður verða til bók-
menntaverk sem einkennast af vissu eða ugg um að merkingu sé enga að hafa,
að rökhugsun sé til einskis og tómið eitt víst. Þær lýsa tilfinningalegu og vits-
munalegu þroti, heimur þeirra demónískur og vit-laus. Samband sjálfs og
heims er ekki lengur fyrirsjáanlegt eða öruggt heldur á reiki og breytingum háð.
Verk höfunda eins og Jóhanns Sigurjónssonar og Gunnars Gunnarssonar
(1915-20) sýna með ljósum hætti þetta ástand. Persónur þeirra virðast dæmdar
á gönuskeið, klofnar hið innra og með óeirð í taugum, þráhaldnar draumi um
algera ást eða vald, nema hvort tveggja sé. Þær lifa og við slæm kjör því að lífið
sjálft hefur öðlast djöfullega eða demóníska merkingu, orðið að táknmynd
öngþveitis og ofbeldis. Heimsmynd þessara verka má lýsa á eftirfarandi hátt:
neind 4-------*►
dauði
verund
fæðing