Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 135

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 135
ANDVARl MENNING OG BYLTING 133 og sárbœndi dauðann að gefa þér grið, að gjöra þaðfyrir mig, en aldrei égframar að eilífu bið, ég œtla’ ekki að krjúpa hásæti við, — harðstjóri ég hata þig.n Hér er hinum siðferðilega alheimi snúið á haus. Guð rétttrúnaðarins hefur runnið saman við persónugerðan dauða, grimmlyndan harðstjóra sem verð- skuldar hatur manna fyrir ráðsmennsku sína. Táknmið hans tengist nú því sem framandlegt er og illt. Mannleg örlög hafa enn merkingu og tengjast yfirsettum táknmiðum en gildin hafa breyst, öndverð skaut skipt um stöðu. Hið sama ásér stað í kreppusögum Gunnars Gunnarssonar. í þeim ríkir það viðhorf að náttúr- an sé bölvaldur manna og dragi þá til ömurlegs dauða að afloknu snautlegu lífs- flökti. Hún er neikvætt og ómeðvitað tortímingarafl, líkust ásjónulausum grimmdarguði. Náttúran og Guð renna með öðrum orðum saman í táknmiði ofbeldis og eyðingar. Kannski frumaflið sé brjálaður guð með ótakmarkað vald, kaldhæðin ófreskja, segir á einum stað.12 Það er eins og orðræða kristindómsins hafi snúist gegn sjálfri sér, eigin for- sendum, frumsetningar orðið að öfugmælum. Heimsmynd er afneitað en samt sem áður gagnsýrir hún málfar og táknanotkun. Þessi tvískinnungur sýnir glögglega þann rugling sem auðkennir byltingarskeið. Orðræðan er komin í andstöðu við hefðbundið hlutverk sitt: að tryggja stöðugleika sjálfs og menningar. í bókmenntunum blandast nú aðskilin tilverusvið á vanheilagan hátt og með ógnvænlegum afleiðingum. Hið guðlega, náttúrlega og mennska venslast með nýjum hætti jafnframt því sem siðferðilegar andstæður sundrast. Ósamrýmanleg fyrirbæri falla saman og valda með því öngþveiti líkt og eitt sinn forðum þegar synir Guðs stigu til jarðar og höfðu samfarir við dætur manna. Þá varð hið illa til og heimurinn fór úr skorðum. Við þessar aðstæður verða til bók- menntaverk sem einkennast af vissu eða ugg um að merkingu sé enga að hafa, að rökhugsun sé til einskis og tómið eitt víst. Þær lýsa tilfinningalegu og vits- munalegu þroti, heimur þeirra demónískur og vit-laus. Samband sjálfs og heims er ekki lengur fyrirsjáanlegt eða öruggt heldur á reiki og breytingum háð. Verk höfunda eins og Jóhanns Sigurjónssonar og Gunnars Gunnarssonar (1915-20) sýna með ljósum hætti þetta ástand. Persónur þeirra virðast dæmdar á gönuskeið, klofnar hið innra og með óeirð í taugum, þráhaldnar draumi um algera ást eða vald, nema hvort tveggja sé. Þær lifa og við slæm kjör því að lífið sjálft hefur öðlast djöfullega eða demóníska merkingu, orðið að táknmynd öngþveitis og ofbeldis. Heimsmynd þessara verka má lýsa á eftirfarandi hátt: neind 4-------*► dauði verund fæðing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.