Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 22
20 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI stjórnin hér stæði völtum fæti, herinn væri ekki mikils virði og allt stjórnarfyrirkomulagið myndi hrynja um koll, ef ýtt væri við því. Það þótti sennilega áætlað, að Rússar myndu geta varist innrás Þjóðverja í sex vikur. Enginn vafi er á því, að fulltrúar erlendra ríkja, sem hér voru og þótti illa fara um sig persónulega, áttu ekki hvað minnstan þáttinn í því að skapa þessa fáránlegu skoðun á styrk Rússlands og ráðstjórnar- fyrirkomulagsins. — Þá er þriðji flokkurinn, sem að meira eða minna leyti myndi taka undir með einum sendiherranna, sem sagði við mig:... ,,Með því að lesa blöðin gaumgæfilega og hafa vandlega flokkað úr- klippusafn er betra að fylgjast með hlutunum hér en nokkursstaðar annarsstaðar ... [því] hér er það ekkert annað en skoðun stjórnarinn- ar, sem yfirleitt kemst í blöðin.“ . . .“ Pétur réð til sendiráðsins rússneska skrifstofustúlku sem gat sagt honum hvað stóð í blöðunum og þýtt það merkilegasta á ensku. Mestur tími hennar fór raunar í að útvega ýmislegt sem sendiráðið vanhagaði um, svo sem bréfsefni og skrifstofuáhöld, sem enn hafði ekki borist frá London og aðeins var fáanlegt í Moskvu á svörtum markaði eða með flókinni skiptiverslun. „Hver af öðrum af sendiherrunum, sem ég hef heimsótt, hefur sagt við mig, að þolinmæði sé sá eiginleiki, sem manni sé gagnlegastur hér,“ sagði Pétur: „Bráðlætið gangi aðeins út yfir mann sjálfan en breyti engu um að koma nokkrum hlut fyrr í framkvæmd.“ Þann 7. maí gekk hann á fund Kalinins, forseta æðsta ráðs Sovétríkj- anna, og afhenti honum erindisbréf sitt frá ríkisstjóra íslands, en hitti síðan Molotov utanríkisráðherra stuttlega að máli. Pétur kvað ráð- stjórnina augsýnilega gera sér ljósa grein fyrir hernaðarlegri þýðingu íslands, jafnt í stríði sem friði. í samræðum þeirra lét Molotov þess meðal annars getið „að ísland yrði að ófriðnum loknum áreiðanlega miklu þýðingarmeira en áður. „Mikill áhugi er fyrir íslandi,“ sagði hann, „í Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu.“ Ég reyndi nokkrum sinnum að leiða talið að áhuga Sovétríkjanna fyrir íslandi,“ skrifaði Pétur, „óbeint þó, til dæmis með því að tala um þýðingu íslands sem miðstöðvar eða áningarstaðar fyrir skipalestirnar. Játti hann því, en notaði ekki tilefnið til að skýra nánara áhuga Rússa fyrir landinu . . . Ráðherrann var annars mjög vinsamlegur, en sýndist heldur í vandræðum með, hvaða umtalsefnum hann ætti að brjóta upp á við mig. Hann er ekki hár maður en þéttvaxinn, stálgrátt hár og skegg á vör, ennið mikið en þó einkum breitt, og er sem það breikki ofanvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.