Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 42
40 JAKOB F. ÁSGEIKSSON ANDVARI að mannlegur skilningur og hlýleiki var ríkur þáttur í skapgerð Péturs. Það var honum mjög fjarri skapi að meta menn eftir stöðu þeirra í þjóðfélaginu eða veraldarauð. Hann hafði ánægju af að kynnast fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins, var fljótur að gera sér grein fyrir sérkennum hvers einstaklings og hafði vakandi áhuga fyrir mönnum, sem á einn eða annan hátt skáru sig úr fjöldanum. Pétur Benediktsson átti mikið og gott bókasafn, sem honum þótti vænt um. Þó held ég, að hann hafi metið bók hins lifandi lífs mest allra sinna bóka, því hann átti þá bók og hún var honum ótæmandi upp- spretta þekkingar og ánægju. Margir munu minnast góðra stunda í sérkennilegu og svipmiklu bókaherbergi Péturs á heimili hans og frú Mörtu, þegar Pétur opnaði þessa mannlífsins bók og las gestum sínum eina síðu af annarri.“ 5 Við heimkomu sína 1956 lét Pétur strax að sér kveða í mestu átakamálum þjóðarinnar. Fyrir Alþingiskosningarnar í júní það ár birti hann tvo nafnlausa greinaflokka dag eftir dag í Morgunblaðinu: ,,Bandamannasögu“, þar sem hann hæddist að hinu svonefnda Hræðslubandalagi Framsóknar- og Alþýðuflokks, og ,,Sjá roðann í austri“, um framferði kommúnista í Austur-Evrópu og samherja þeirra hér á landi. Á næstu þremur árum lagði Pétur manna mest af mörkum við að plægja akurinn fyrir þeim löngu tímabæru umbótum í stjórnarháttum landsins sem í vændum voru. Hann skrifaði skeleggar greinar gegn haftabúskap þeim sem hér hafði verið við lýði í nær þrjá áratugi, og lagði sig fram um að gera almenningi Ijós flókin efni, svo sem gengis- mál, en íslenskur haftabúskapur spratt af langvarandi rangri gengis- skráningu; andúð manna á ,,gengisfellingu“ hafði staðið í vegi fyrir því að hin opinbera skráning þess væri leiðrétt, en það var í raun forsenda þess að Island gæti orðið öðrum vestrænum þjóðum samferða í átt til frjálsræðis. Þá birti Pétur langa sögulega grein um kjördæmamálið í Nýju Helgafelli og í kjölfarið harðar blaðagreinar um að kjördæma- skipanin yrði færð í réttmætt horf. Kjördæmabreytingin 1959 var fyrsta skrefið í viðreisn efnahagslífsins, því þá fyrst gátu Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur myndað starfhæfan meirihluta á Álþingi, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.