Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 20
18
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
ekki síður nauðsynlegt að hafa gott samband við Sovétríkin en hin
stórveldin tvö, Bretland og Bandaríkin, er kæmi að eftirmálum styrj-
aldarinnar.
Pétur kom heim í ársbyrjun 1944 og gekk á fund utanríkismála-
nefndar Alþingis. Þar var honum hælt á hvert reipi fyrir störf hans í
London og greinilegt að mikils var vænst af sendiför hans til Moskvu.
Pétur sagðist nú hafa „sætt sig við það, sem ráðamenn hefðu ráðið,“ en
kvaðst þó „tæplega eins bjartsýnn og aðrir um verkefni í Rússlandi.“
Hann taldi ólíklegt að Rússar gerðu almenna verslunarsamninga,
heldur einvörðungu samninga um einstakar vörutegundir, svo sem á
daginn hefur komið. Hann var skipaður sendiherra í Sovétríkjunum
21. janúar 1944 — og kom til Moskvu í lok aprílmánaðar.
„Heldur var þarna kalt og drungalegt,“ sagði Pétur síðar: „En hinn
1. maí vaknaði ég snemma við lúðraþyt og söng. Þegar mér varð litið út
um gluggana sá ég margra mannhæða mynd af manni með yfirskegg í
síðri herforingjaúlpu. í svefnrofunum sá ég fyrst ekki betur en þarna
væri kominn Vilhjálmur Þýskalandskeisari. Nánari athugun, studd
rökhyggju, sannfærði mig þó um, að þetta væri ekki keisarinn heldur
Papuska — hinn góði faðir Jósef Stalín.
Ég var ekki nægilega músíkalskur til að kunna að meta gjallarhorn
og dreif mig því í fötin og fór í langa gönguferð. En mér tókst ekki að
flýja hinn opinbera fögnuð, því á öllum götuhornum voru einn eða
fleiri hátalarar, sem glumdu ættjarðarljóðum og statistik í eyru borg-
arlýðsins. Ég komst sem sé ekki undan músíkinni, en ég sá tugi af
myndum af Stalín: Stalín góður við börn; Stalín góður við dýr; Stalín
valdsmannslegur; Stalín blíður; Stalín með Lenín.
Á þýðingarmestu gatnamótunum var mynd af Stalín í miðju og síðan
raðað út frá honum eftir ströngustu siðareglum öllum helstu valda-
mönnum landsins. Ég komst að því síðar, að þessar hópmyndir voru
mjög lærdómsríkar, því af þeim mátti ráða hverjir voru í náðinni og
hverra stjarna var á niðurleið.
Á Stóra Þjóðleikhúsinu var enn ein myndasamstæða við öll hátíðleg
tækifæri og kallaði breskur blaðamaður hana „Myndin af hinu dvín-
andi skeggi.“ Lengst til vinstri var Engels með mikið og strítt alskegg,
næstur Marx með sinn úfna lagð, síðan Lenín með mongólskan hýjung
og loks Stalín með þýska keisaraskeggið.“ —
Sendiráð íslands var til húsa á Hotel National, sem Pétur kallaði
stundum „diplómatíska samyrkjubúgarðinn“, en á stríðsárunum hafði