Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 93
ANDVARI
BRÉFTIL LÁTINS VINAR MÍNS- MEÐ VIÐAUKA
91
En nú var eftir óþýddi lokaspretturinn, sem ég hugðist Ijúka við haustið 1949,
þegar ósköpin dundu yfir- tæpur þriðji partur bókarinnar. Og hann átti eftir að
verða mér erfiður biti í hálsi. Hagir mínir breyttust um þessar mundir. Ég hafði
verið einhleypur maður frá 1935, en þá skildi ég við fyrri konu mína; en á miðju
sumri 1948 reisti ég bú á ný með núverandi konu minni. Ég átti varla náttkopp
í bú, hef aldrei verið hirðumaður í fjármálum og varð nú að láta hendur standa
fram úr ermum. Ég réðst sem kennari við Miðskóla á Dalvík, og tók jafnframt
að mér bókhald fyrir tvö útgerðarfélög og eitt nótaverkstæði þar á staðnum.
Svo ég var anzi önnum kafinn árið í kring, engin sumarfrí, engar Mývatnssveit-
ardvalir, svo þýðingin lenti mjög í undandrætti. Pað er skemmst að segja, að ég
lauk ekki við hana fyrr en á árinu 1951, og þá kom hún loksins út - og hafði þá
réttilega sagt misst af strætisvagninum, því Ragnar hafði svo fyrirhyggjulaust
auglýst hana allt frá 1945, að flestir voru búnir að gefa hana upp á bátinn. Ég
býst því við að hann hafi tapað á henni, bæði sökum dráttarins, tvöfalds þýðing-
arkostnaðar (til mín og Emils) og annarra hluta. Svo endaði allt með ýmiskonar
ýfingum á milli okkar, fyrst út af titli bókarinnar; þrátt fyrir ítrekaðar skammir
frá minni hlið reyndist ómögulegt að telja hann ofan af hinum smáskítlega titli
„Klukkan kallar“, þótt ég margbenti honum á, að Laxness, en alls ekki aumingi
minn, væri höfundur hins sjálfsagða og frábæra heitis „Hverjum klukkan glymur“
- báðar útgáfurnar bera fyrri bókartitilinn, en ekki bara önnur, eins og Kristinn
segir í bók sinni. Danski þýðandinn fékk, las ég í blaði, einhver aðskiljanleg
verðlaun fyrir sinn titil: „Hvem ringer Klokkerne for?“, sem er þó langtum bil-
legri en heiti Laxness. - Pá var aumingja Ragnar mjög hneykslaður á að ég
heimtaði allar þrjár prófarkirnar sendar til mín norður á Dalvík, þar sem hann
kvaðst hafa landsins bezta prófarkalesara í sinni þjónustu — sem vel má hafa
verið satt — en mér fannst eiginlega að textinn á þýðingu minni gæti tæpast talizt
íslenzka með köflum, og treysti engum til að fjalla þar um nema sjálfum mér,
og þess utan tók ég ekki nokkurn eyri fyrir prófarkalesturinn, svo ekki gerði ég
það í ábataskyni. — Ég hef ekki tekið eftir nema einni villu (úrfelling orðs) í
bókinni, (og er réttast að ég bendi ykkur á hana, ef þið skylduð eiga eintak af
bókinni). Það er ábls. 95,17. /íúuaðneðan^þaráaðstanda: „„Hverndjöfulinn
ætlar þú mannkerti?“ sagði Agustin við hinn alvörugefna, hnubbaralega mann
&c.“, orðið við hefur fallið burt úr þriðju próförk. Jú, annarri man ég eftir, lít-
ilfjörlegri stafvillu á bls. 242. Par stendur, dálítið neðar en á miðri síðu: „Varst
þú var?” á auðvitað að vera: „Varst þú þar?“ - þá er ein afleit lemstrun á bók-
inni en hún er ekki mín sök, heldur prentsmiðjunnar: Á einhvern hátt hefur
verið ruglað blöðum í þriðju próförkinni, svo fyrsta blaðsíðan af Tuttugasta
kapítula (andspænis bls. 245) kemur ranglega þar, en fyrsta síðan af Nítjánda
kapítula, sem átti að vera þar, kemur seinna (andspænis bls. 253), sem sagt það
er eins og barn eða fáviti hafi flutt til þessar tvær bls. í þriðju próförkinni, en á
þær var aðeins prentað öðru megin, eins og þið kannist við að oft er gert. Þetta