Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 25
ANDVARI
PÉTUR BENEDIKTSSON
23
þess að vega á móti þessum bita, ef hann fellur í skaut Bandaríkja-
manna. Ef stjórnin hér skyldi hreyfa nokkrum mótmælum við Banda-
ríkjamenn út af þessu máli, er ég sannfærður um, að það væri aðeins
sem þáttur í því að fá sem stærsta sneið í sinn hlut á einhverju öðru
sviði.“
í annarri skýrslu nokkru síðar sagði Pétur: „Stjórnendum Sovétríkj-
anna er áreiðanlega ósárt um það, að Bandaríkin verði fyrir erfið-
leikum við að koma áformum sínum í framkvæmd, en „stuðningur“
þeirra við málstað okkar mun aðeins ná að vissu marki og ekki lengra.
Petta er ekki nema eitt lamb í refskákinni um gagnkvæm fríðindi
stórveldanna“ — og í þeirri refskák er „öll áhersla“ lögð á „hvað megi
teljast réttmætar kröfur hvers stórveldis um sig“ en hitt látið „liggja
nokkuð milli hluta“ hvort t.d. ísland „eigi eigin hagsmuna eða réttar að
gæta í málinu. Ég bendi ekki á þetta til þess að hneykslast á því, heldur
sem „tákn tímanna“, ef svo má að orði kveða.“
Sovétstjórnin reyndist ekki til viðræðu um verslunarviðskipti við
ísland, hvorki 1944 né 1945, og gaf ekkert færi áþví að lögð væru drög
að hugsanlegum viðskiptum að loknum ófriðnum. Það kom því á
daginn sem Pétur hafði spáð að hlutskipti hans í Moskvu yrði „þvingað
aðgerðarleysi“.
Pétur kvað almennt viðurkennt þar eystra, að af sendiráðunum væru
það aðeins tvö sem hefðu nokkuð að gera, — „í þeirri merkingu, að
þau verði að koma frá aðkallandi verkefnum dag frá degi,“ skrifaði
hann: „Þetta eru sendiráð Breta og Bandaríkjanna. Fyrir öll hin er
verkefnið fyrst og fremst að fylgjast með, af misjöfnum áhuga. Fulltrú-
ar nágrannaríkjanna eiga meira í húfi en við hinir, og hafa vafalaust
öðru hvoru auk þess mál, sem þeir þurfa að semja um við stjórnar-
völdin.“ En fulltrúar annarra landa „eru áhorfendur og ekkert annað,
' nema tákn um vinsamlegt samband heimalands þeirra við Ráð-
stjórnarríkin.“
Alkominn heim 1956 sagði Pétur margt af kynnum sínum af Rúss-
landi kommúnismans, bæði í ræðu og riti, — og á einum stað komst
hann svo að orði:
,,Pegar ég var í skóla var siður að skipta heimsálfunum svo, að
Evrópa var talin ná austur að Úralfjöllum, og mér er sagt, að þetta sé
kennt enn. Ef til vill má færa fyrir þessu einhver landfræðileg rök, en
menningarlega er þetta mjög villandi. Ef við látum menninguna skipta
álfum, þá hefur Rússland aldrei verið í Evrópu og er þar ekki enn.