Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 29
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
27
í bréfi frá 1952 til Bjarna bróður síns, sem þá var utanríkisráðherra,
vék Pétur að annríki sínu:
„Pað er illt, að ég hef ekki komist til að senda þér skriflega hugleið-
ingar mínar í sambandi við fyrirkomulagið á fyrirsvari okkar í NATO
og OEEC. Eins og ég sagði þér í síma, var ég alla síðustu viku á fundum
(almennt OEEC Council, húsnæðisfundir fyrir NATO, fiskinefnd, 3ja
daga ráðherrafundur). Var samtals 2 klukkutíma á skrifstofunni alla
vikuna, og sjaldan eða aldrei laus fyrr en hálfníu á kvöldin. Næsta vika
áundan varlítið skárri... Éger ekki aðbarmamérútafþessu, en vil að
þú sjáir hvernig ástandið er, jafnvel áður en NATO kemur hingað. Á
þessu tímabili hefur aldrei verið stund á milli til að skrifa skýrslur um
það sem gerðist, en af því að ég verð að fara til Bruxelles á föstudag, hef
ég setið við í alla nótt til þess að ganga frá skýrslum um Evrópuráðs-
fundinn og ráðherrafundinn í OEEC. Sægur af öðrum skýrslum bíður
óskrifaður, m.a. útaf síðustu Spánarferð. Þegar ástandið er það, að
maður er ekki aðeins burtu sjálfur, heldur jafnvel enginn ábyrgur á
skrifstofunni heila daga, safnast fyrir af rusli, sem maður verður að
moka frá, áður en unnt er að sinna nokkru alvarlegra starfi . . .“
En þrátt fyrir sínar miklu annir, virtist Pétur ávallt eiga stund aflögu
til að kynnast persónulega þeim íslendingum sem komu í umdæmi
hans.
„Allir komu í sendiráðið — og alla þekkti Pétur,“ segir Haraldur
Kröyer.
„Við, námsfólkið í París á sínum tíma, dáðum þau hjónin, Mörtu og
Pétur Benediktsson, framar öðru fólki, — að þakka þeim sem skyldi, er
okkur um megn,“ skrifaði Valtýr Pétursson: „Rausn og skörungs-
skapur fylgdu jafnan Pétri Benediktssyni, hvar sem hann fór, og um-
hyggju og hjálpsemi sýndi hann jafnan þegnum sínum. Undir hans
stjórn var sendiráðið í París aldrei kuldaleg, opinber stofnun, sem
óþægilegt væri að leita til. Við vissum, að þar áttum við hjálp vísa, ef á
þyrfti að halda. Pétur var okkur allt í senn, vinur og félagi, greiðamaður
°g gestgjafi. Heimili hans og frú Mörtu stóð okkur opið, og sú gestrisni,
glaðværð og hjartahlýja, er þar mætti okkur, mun seint líða okkur úr
minni. Pétri var ekki um það, að við úr þessum hópi tækjum upp þann
sið að ávarpa hann með embættistitli. Hann vildi vera einn af okkur, og
hann var það.“
Mikill hluti starfskrafta Péturs sem sendiherra beindist að við-