Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 168

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 168
166 HJÖRTUR PÁLSSON ANDVARI óður er ekki ortur út í bláinn, heldur er hann ákall þess, sem þarf að bjarga sál sinni, eins og glöggt sést í þessum erindum úr Bœn: Hvert á að flýja meðan allt er ógn, — einskis að vænta, nema blóðs og társ, meðan hið veika kvak eins kvæðamanns kafnar í sjúkum ópum lygi og dárs? Blómið í túni, hússins dygga dýr, dulúðga heiði, sólu roðna fjall: heyrið nú, meðan maður vopnsins deyr, mál ykkar vinar, hjartans þreytta kall. Náttúra, vagga alls og einnig gröf: yngdu mig, vertu sálar minnar hlíf, gefðu mér aftur gleði mína og söng, gefðu mér aftur trúna á þetta líf! Stundum er sú mynd íslands, sem bregður fyrir í Eilífðar smáblómi, næstum ójarðnesk. Það er eins og yfir henni hvíli einhver upphafinn helgi- blær. Tign Kjalar og Goðalands, þar sem Jóhannes dvaldist mörg sumur, leið honum aldrei úr minni, og í óbyggðum finnst honum óskin um frið og fegurð næst því að rætast og jökulbungan vera það brjóst, sem veiti honum sálar- styrk, eins og fram kemur í kvæðinu örœfi. Hvergi finnst honum hann nær því að komast í snertingu við guðdóminn en á fjöllum. Honum tengir hann tign fjallanna í Skíðarímu, og í Leiksviði er sem landið rísi af svefni, meðan huldar vættir bregða á leik: Stór er íslands eilíf mynd, — enn er tjaldið dregið frá: Bláfell upp í ljómans lind lyftist hreint úr daggarsjá. Móðir guðs hinn tigna tind tásu hvíta breiðir á. En tign og fegurð birtist okkur á síst áhrifaminni hátt, ef við hugum með Jóhannesi að dýrum og smáblómum, sem hvarvetna verða á vegi okkan Bláklukka og sóley benda vondöprum manni til lífs og friðar, sbr. smáljóðið I þraut, og snjótittlingurinn kennir honum að þreyja þorrann og góuna, sbr. Betlara. Svo gagntekið getur baráttuskáldið orðið af hinum smæsta gróðri, að það freistist til að slíðra vopnin í eitt skipti fyrir öll og gleyma sér í fegurðar- draumnum, sbr. Heimspeki eða þessi frægu vísuorð úr Fyrstu jurt vorsins, þar sem hann ávarpar lambagrasið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.