Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 33
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
31
að vaxa úr grasi, þegar hinum eldri gengur stundum ekki of vel að
henda reiður á því sem kalla má að þeir hafi verið sjónarvottar að. Þó
er væntanlega enginn svo minnislaus í landinu að hann muni ekki eftir
deilunni við Breta um stækkun fiskveiðilögsögunnar.
Undir hygginni forystu Ólafs Thors voru framkvæmdir í þessu máli
undirbúnar stig af stigi og hinn 19. mars 1952 var eitt afdrifaríkasta
sporið stigið með lokun flóa og fjarða fyrir togveiðum. Breska stjórnin
mótmælti, en hafðist ekki annað að í bili. Mikill urgur var í breskum
togaramönnum og um haustið settu þeir löndunarbann á fisk úr ís-
lenskum togurum í breskum höfnum, með því að neita um notkun allra
tækja sem þeir réðu yfir. Breska stjórnin þvoði hendur sínar í samræmi
við ævafornar fyrirmyndir, lét sem það væri fyrir utan sitt verksvið að
skerast í leikinn, hún gæti ekkert að þessu gert.
Nú var Efnahagssamvinnustofnunin í París að sjálfsögðu ekki vett-
vangur til þess að ræða útfærslu fiskveiðilögsögunnar — landhelgis-
málið — það mátti ræða pólitískt í Evrópuráðinu, sem og var gert, en
fyrst og fremst hlaut vettvangur þess bæði pólitískt og lagalega að vera í
Sameinuðu þjóðunum, þar sem um það var fjallað bæði á allsherjar-
þinginu og í sérstökum nefndum, sem oft héldu fundi í Genf.
Meðan hinni almennu sókn í sjálfu aðalmálinu var haldið áfram á
þessum vígstöðvum var ákveðið að taka þessa sérstöku árás á afkomu
landsins — löndunarbannið — upp í Efnahagssamvinnustofnuninni.
Ólafur Thors kom á ráðherrafund OEEC í París í desember 1952 og
flutti þar snjalla ræðu sem lengi var til vitnað. Glæsileg framkoma
ræðumannsins ásamt þeirri illindalausu einurð, sem honum var svo
lagin og ekki þarf að lýsa fyrir íslenskum lesendum, vann þegar í stað
hugi áheyrenda. Mr. Eden kallaði Ólaf „my friendly enemy“. Fund-
urinn var stór persónulegur sigur, en sjaldan fellur eik við fyrsta högg
°g málið varð ekki leyst á þessum eina fundi. Það átti enn langt í land.
Fyrsta skrefið var stigið í því að afla okkur þeirrar velvildar sem er
svo mikilsverð á öllum sviðum, en ekki síst í samskiptum við erlendar
þjóðir. Með þolinmæði héldum við áfram að hamra á málinu á fundum
°g í einkaviðtölum, hvenær sem skynsamlegt færi gafst. Loks var svo
komið að fulltrúar annarra landa fóru sjálfir að taka frumkvæðið um að
heimta forgöngu stofnunarinnar um lausn málsins, það væri ekki
vansalaust fyrir hana að slíkt mál fengi að dragast á langinn ár eftir ár. í
þessu sambandi er vert að minnast á eindreginn áhuga og frumkvæði
svissneska fulltrúans M. Gérards Bauers. Árið 1955 var skipuð nefnd