Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 54
52
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
er í rauninni undarlegt að ferill hans skuli ekki hafa vakið meiri áhuga en raun
ber vitni. Sannleikurinn er sá að þessi ferill er allur svo fjölbreyttur og
forvitnilegur að leitun er á öðru eins. Þó að sum skáldverk hans séu ólíkleg til
að verða nútímamönnum sérlega hugstæð þá fer því víðs fjarri að hið sama
gildi um sögu hans sjálfs, allt frá því hann vekur þjóðarathygli átján ára
gamall fyrir miðilsstörf, þar til hann er myrtur af dönskum frelsisliðum
fjörutíu árum síðar. Kamban er þannig ekki nema tuttugu og sex ára gamall
þegar hann sigrar sem leikskáld á sviði Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn — og má í því sambandi minna á að Jóhann Sigurjónsson þurfti
að berjast í tólf ár og var vel yfir þrítugt þegar frægðin kom loksins með
Fjalla-Eyvindi. Kamban hélt ungur til Ameríku og dvaldi þar í tvö ár; um það
sem á daga hans dreif á þeim tíma er sáralítið vitað, en Ijóst að eftir þá ferð
kemst hann til þroska sem skáld. Aftur snúinn til Danmerkur sinnir hann
ritstörfum og leikstjórn jöfnum höndum, en leikhússtarfi kynntist hann fyrst
sem aðstoðarleikstjóri við sviðssetningu Höddu Pöddu. Hér á landi kom
Kamban raunar fram bæði sem leikari og upplesari, og hlaut fyrir mikið lof,
en í Danmörku náði hann talsverðri viðurkenningu fyrir leikstjórn, ekki síst
sinna eigin verka, en þó í einhverjum mæli annarra líka. Á þessum tíma er
íslensk leiklist vitaskuld að öllu leyti í höndum áhugamanna, og er Guð-
mundur Kamban því fyrstur íslendinga til að starfa að þessum hlutum sem
atvinnumaður í nútímaskilningi, þó að á erlendri grund sé. Kvikmyndagerð
spreytti hann sig einnig á, þegar hann stýrði töku kvikmyndar Höddu Pöddu,
og þá má til gamans geta þess að hann er trúlega líka fyrstur íslenskra
leikskálda til að skrifa útvarpsleikrit. Væri að því mikill fróðleikur ef allt þetta
starf yrði kortlagt og kannað og sama máli gegnir vitaskuld um pólitísk
viðhorf hans, afstöðu til nasismans og samneyti við Þjóðverja eftir hernám
Danmerkur. Um þau mál er í rauninni of lítið vitað enn, þó að ekki sé nokkur
minnsta ástæða til að halda að samskipti hans við nasista hafi verið tortryggi-
leg á einhvern hátt. Menn skyldu ekki vera of fljótir til ályktana, enda þótt
Kamban léti falla jákvæð orð um ákveðna þætti í framkvæmd þjóðernis-
sósíalismans og sumar skoðanir sem fram koma í ritgerðasafninu Kvalitets-
mennesket (1941) — þar sem m.a. er um það rætt hvernig skapa megi
yfirburðamannkyn með hjálp tækni og vísinda — virðist í fljótu bragði ekki
með öllu óskyldar ákveðnum atriðum nasískrar hugmyndafræði.
Það varð hlutskipti Guðmundar Kambans að bíða tilfinnanlega ósigra:
þegar ferill hans er skoðaður dylst ekki að hann hefur furðu oft mátt þola
vonbrigði og beinlínis niðurlægingu. Kannski sárnaði honum sjálfum mest að
ná ekki þeirri alþjóðlegu viðurkenningu, sem hann keppti að; í bókmennta-
sögu sinni ýjar Kristinn E. Andrésson að því að hann hafi hreinlega verið of
stoltur til að hverfa aftur til íslands eins og Gunnar Gunnarsson, án þess að
vera orðinn nógu frægur. Um þetta skal ekkert fullyrt: víst er að Kamban var