Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 18
16
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
ystumenn hraðfrystihúsanna „tækifærið til þess að halda honum sam-
sæti að Hótel Borg og þakka honum ómetanleg störf í þágu sjávar-
útvegsins, meðan hann gegndi sendiherraembættinu í Bretlandi,“ eins
og Loftur Bjarnason komst að orði.
Loftur kom á tímabili nærri daglega til Péturs í sendiráðið og sagði
ennfremur: „Dáðist ég að því, hve starfið lék í höndum hans, og hve
létt hann átti með að veita íslenskum málum fyrirgreiðslu. Stafaði það
jöfnum höndum af því hvernig hann flutti mál sitt við bresk stjórnvöld
og áliti því, sem hann naut persónulega hjá helstu ráðamönnum í þeim
stjórnardeildum, þar sem íslendingar áttu undir högg að sækja um
afgreiðslu mála.“
Jón Axel Pétursson skrifaði: „Er öllum sem til þekkja það kunnugt,
að Pétur innti af höndum alveg óvenjuleg störf fyrir Island og Is-
lendinga þann tíma sem hann var í London. Án þess að nokkurri rýrð
sé varpað á eftirmann hans, vakti það mikla óánægju meðal þeirra, sem
til starfa hans þekktu er hann fluttist frá London . . .“
Hilmar Foss var aðstoðarmaður Péturs um tveggja ára skeið á
þessum árum. í óprentuðum minningabrotum frá loftárásavetrinum
1940-41 segir Hilmar meðal annars:
„Pétur hafði ærnum skyldustörfum að sinna allan þennan vetur,
lagði nótt við dag, og bar mikla ábyrgð á málefnum íslands, svo mjög
náin og viðkvæm sem samskipti og viðskipti við Breta voru á þessum
tímum . . . Ákvarðanir allflestar varð hann að taka á eigin spýtur án
þess að hafa nema mjög takmarkað tóm til íhugunar með því dagleg
störf hlóðust upp án afláts. Mundi mörgum manninum þá hafa þótt um
of á sig lagt, en Pétur stóð æ upp úr starfsstaflanum með góðlátlegri
glettni... í skýrslur sínar og bréf fléttaði hann skemmtilegar frásagnir
málum viðkomandi svo ekki máttu fjarstaddir lesendur sjá við hversu
örðugar og oft ógnvekjandi kringumstæður starf hans var leyst af
hendi. í samningum við erlenda aðila fannst mér hann oft halda of fast
á málstað íslands þegar styrjaldaraðili átti í hlut, en hann var jafn
reiðubúinn til samvinnu við Bandamenn þótt hann slakaði ekki á
starfsskyldu sinni . . . Fæstum sem minna þekktu Pétur mun hafa
fundist sál hans viðkvæm. En þennan stórbrotna eymdarvetur þegar
dauði og djöfulgangur voru alla jafna á næstu grösum og svo margur
ókunnugur átti um sárt að binda mátti glögglega finna hvernig hjarta
hans sló.“
Alls var Pétur fjögur ár fulltrúi lands síns í Bretlandi og skipunarbréf