Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 46
44 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI Benediktssyni væri „enn vænst mikils, enda njóta ekki margir íslend- ingar vinsælda og trausts á borð við hann.“ Við Alþingiskosningarnar 1967 bauðst Pétri loks sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins og var hann þá kjörinn fjórði þingmaður Reyknesinga. Honum fannst það að vonum kaldhæðnislegt að hafa alla ævi haft mikinn áhuga ástjórnmálum — en loksins þegar sér tækist ,,að skríða inn“ á þing, væri hann orðinn ,,mállaus“ og aldursforseti í efri deild. Pétur bar raddleysið af karlmannlegu æðruleysi — og það virtist ekki há honum á vettvangi stjórnmálanna. Að forgöngu Stefáns Jónssonar fréttamanns smíðuðu tæknimenn á útvarpinu hátalaratæki sem Pétur gat flutt með sér milli funda og talað í áreynslulaust þannig að heyrðist prýðilega til hans í stærstu salarkynnum. Gils Guðmundsson sagði Pétur hafa tamið sér „ræðustíl sem orðið gat næsta áhrifamikill“ og minntist „fjölmennasta fundar, sem haldinn hefur verið á Suðurnesj- um“ þar sem „á annað þúsund manns“ voru saman komnir: „Allir urðu fundarmenn vitni að því, er fundarsalurinn skalf hvað eftir annað af fagnaðarlátum undir ræðu Péturs Benediktssonar. Léku það ekki aðrir eftir, þótt heil hefðu raddböndin.“ Pétur var strax kosinn í þrjár helstu nefndir efri deildar: fjárhags- nefnd, sjávarútvegsnefnd og heilbrigðis- og félagsmálanefnd, — og var þannig aðalmálsvari flokks síns í efri deild, því að í þessum nefnd- um voru tekin til meðferðar öll veigamestu stjórnarfrumvörpin, sem Pétur mælti síðan fyrir að loknum nefndarstörfum. Á þingi fór Pétur sem fyrr sínar eigin götur og þau tvö þing sem hann sat tóku stjórnarfrumvörp meiri breytingum í nefndum efri deildar en áður var títt og sumir ráðherrar gátu kyngt. Pétur var starfsamur þingmaður, lagði mikla vinnu í nefndarstörfin og hélt stuttar ræður og málefnalegar. í viðtali við Stúdentablaðið 1. desember 1968 sagði Pétur að það væri „óskemmtilegur tími til að koma á þing“ þegar svo illa áraði í þjóðarbúskapnum eins og á árunum 1967-8: „Ef maður vill eitthvað láta af sér leiða til framkvæmda eða nýmæla, þá verður maður náttúr- lega að reyna að benda á, hvernig eigi að borga fyrir það, og það er annað en gaman á þessum síðustu og verstu tímum,“ sagði hann: „Blessaður fjármálaráðherrann eða fjárveitinganefnd eru nú ekkert örari á fjárveitingarnar heldur en sagt er að við séum með lánveitingar í bönkunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.