Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 31
ANDVARI
PÉTUR BENEDIKTSSON
29
aö samhljóða atkvæði aðildarríkjanna þurfti um þetta, svo sem öll
önnur meiri háttar atriði.
Það var því engin smávegis þjálfun í samvinnu þjóða á milli, sem
fékkst í þessari stofnun. Þarna var ekki, svo sem stundum ber við á
alþjóðasamkomum, nóg að samþykkja frómar óskir, heldur varð að
finna raunhæfa lausn vandamálanna.
Þátttökuríkin í Efnahagssamvinnustofnuninni eru 17, og talið að
samanlögð íbúatala þeirra sé um 290 milljónir. Auk þess eru Banda-
ríkin og Kanada það sem kallast á ensku „associated countries“, —
aukafélagar eða eins konar styrktarfélagar, — og loks taka Spánn og
Júgóslavía þátt í sumum greinum efnahagssamvinnunnar og hafa
áheyrnarfulltrúa á öðrum fundum. — Hvernig fer þessi stóri hópur að
vinna saman og koma sér saman?
Ég held, að eitt mikilsverðasta atriðið í því efni sé það, að ríkis-
stjórnir þátttökuríkjanna hafa komið sér saman um að hverfa frá
pukurstefnunni, hafa fallist á að ræða vandamál sín við hin þátttöku-
ríkin svo sem þau væru — það, sem þau raunar oftast eru, — sameigin-
leg vandamál . . .
Starfsmenn stofnunarinnar vinna úr þeim upplýsingum, sem berast
frá fulltrúum einstakra þjóða eða á annan hátt. Þeir búa málin í hendur
sérfræðinganefnda, þar sem öll þátttökuríki sem þess óska, eiga full-
trúa. Viss mál fara síðan fyrir ráðgjafarnefndir, þar sem færri fulltrúar
eiga sæti, sérfræðingar, sem kosnir eru í þessar nefndir vegna persónu-
legra verðleika, en ekki tilnefndir sem fulltrúar einstakra ríkja. Þegar
málin hafa verið rædd fram og aftur í nefndum, undirnefndum og
ráðgjafarnefndum, fara þau fyrir svokallaða framkvæmdanefnd, sem
fulltrúar 7 ríkja eiga sæti í, og er skipt um þá að nokkru leyti árlega.
Loks fara málin þaðan fyrir ráðsfund. Fjöldi mála hlýtur endanlega eða
bráðabirgðaafgreiðslu á venjulegum ráðsfundum fastafulltrúanna, en
þeir fundir eru að jafnaði háðir vikulega. Meiri háttar mál fara fyrir
ráðherrafundi til endanlegrar samþykktar, og eru þeir fundir haldnir
nokkrum sinnum á ári, eftir því sem þörf krefur . . .
Lýsingin, sem ég hef gefið á starfsaðferðum stofnunarinnar, er ærið
stuttaraleg, en ekki kæmi mér það á óvart þótt einhver segði, að margir
væru fundirnir og mikið hlyti að vera talað á þessum stað. Ég skal verða
seinastur manna til að neita því. Parna var bæði skrafað og skrifað, og
það gat verið óhugnanlegt fyrir jafnfámenna sendinefnd og þá íslensku