Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 151
ANDVARI
ÁHRIF SIÐBREYTINGARJNNAR Á ALÞÝÐUFRÆÐSLU
149
rit í hverjum flokki var algengast að finna á heimilum. Niðurstaða þessarar
athugunar birtist í töflu 3. Hér sést að helstu ritflokkarnir eru: biblíurit;
sálmabækur; bænakver; húspostillur; önnur vakningarrit (hugvekjur).39
Jafnframt sést hvenær „algengustu bækur“ í hverjum flokki komu fyrst út á
prenti og eins hve oft þær höfðu komið út, miðað við árið 1755.40
Tafla 3. Flokkar og heiti trúarrita* sem voru algengust á heimilum skv. sálnaregistrum 7
prestakalla 1748-1763 (fjöldi heimila: 117 (afalls 149)), ásamt upplýsingum
um fyrstu útgáfu þeirra og útgáfufjölda fram til 1755.
Flokkar Heiti Fyrsta útgáfa (ár) Fj.útg. fram til 1755 „Hlutfall heimila með . . .“
Biblíurit Nýja testamentið 1540 4 (%)** 23,1
Messusöngs- Grallarinn 1594 16 69,2
og sálmabækur HP‘ 1666 16 48.7
SJ2 1652 12 33,3
Bænakver ÞB3 1693 8 34,2
Húspostillur GÞ4 1667-70 3 17,9
Onnur vakningarrit JG5 1630 9 40,2
MM6 1599 5 35,9
Ekki eru tekin með rit sem komu fyrst út eftir 1700.
** Hlutfallstölurnar skekkjast svolítið við það að fyrir kom að tvö eintök væru til af
sömu bók á heimili; við útreikning er ekki tekið tillit til þessa.
Skýringar á skammstöfunum:
1) Hallgrímur Pétursson: Historia Pijnunnar og Daudans Drottins vors Jesu Christi („Passíusálmar“).
2) Sigurður Jónsson: Pœr Fimtiju Heilogu Meditationes edur Huguekiur (,,Hugvekjusálmar“).
3) Þórður Bárðarson: Ein litjel Nij Bœna book (,,Þórðarbænir“).
4) Gísli Þorláksson: Hws Postilla („Gísla postilla").
5) Johann Gerhard: Fimtiu Heilagar Hugvekiur edur Vmþeinckingar („Gerhardshugvekjur").
6) Martin Moller: Solilogvia De Passione Jesv Christi („Eintal sálarinnar").
Tafla 3 veitir um margt fróðlega innsýn í eðli og framgang hinnar trúarlegu
bókvæðingar. Hún sýnir m.a. að til þess að trúarrit fyrirfyndist á um það bil
þriðja hverju heimili um miðja 18. öld þurfti það að hafa komið út 5-12
sinnum á undanfarandi 150 árum, sennilega mismunandi eftir stærð upp-
lagsins (sem fátt er raunar vitað um) og notkunarhætti ritsins. Þetta á við um
Hugvekjusálma Sigurðar Jónssonar, „Þórðarbænir“ og vakningarrit Ger-
hards og Mollers. I annan stað er eftirtektarvert að þau rit sem komust næst
því að vera almenningseign um miðja 18. öld, Grallarinn og Passíusálmarnir,
eru sálmabækur, þ.e. textar sem auðveldara var að leggja á minnið en