Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 139

Andvari - 01.01.1988, Side 139
andvari MENNING OG BYL'HNG 137 og skilyrðir hugmyndir hans. Pað er ljóst séu ástarfarslýsingar kannaðar en segja má að „rómanrísk ást“ hafi á 19du öld verið undirstaða fléttusköpunar, lykill að merkingu og formgerðum. í hugmyndum um „rómantíska ást“ er óreiða færð í form og gædd félagsleg- um tilgangi. Orðvana veruleiki verður að orðræðu sem undirsett er ákveðnu táknmiði: ástinni. Sundurleitar þrár safnast saman í sértæka ástríðu jafnframt því sem hið kynferðislega er fyllt merkingu. Við það öðlast áttlausar kenndir áttvísi, óskilgreindar hvatir verða skiljanlegar og samþykkjanlegar. Mönnum lærist að skipuleggja reynslu sína út frá návist eða fjarveru einhvers annars - þess sem elskaður er. í lífinu á sér þó stað sífelld barátta milli þrár og ástar, veruleikinn leitar stöðugt undan forminu. Menn reyna hvíldarlaust að eyða mismun þeirra, göfga hið skynræna, gæða það meðvituðum tilgangi, en án var- anlegs árangurs. í skáldsögum 19du aldar tókst það þó bærilega því að hið líkamlega er nánast ósýnilegt með öllu. Þó er oft sagt frá stefnumóti tveggja líkama: áfalli, ljómun, skynhrifum sem láta ekki að stjórn. Lýsingarnar afhjúpa hins vegar sjaldnast hvað gerist. í>ess í stað týnist andráin líkt og hjá Porgils gjallanda. í sögu hans, Upp viðfossa (1902), nær ástarsamband hálfsystkina hámarki í samförum sem ekki er lýst en eru þó frægustu kynmök íslenskrar bókmenntasögu. Pau eiga sér stað í eyðu sem þakin er bandstrikum, glufu sem er mælsk og ósiðleg af því að líkaminn fyllir hið auða rými — orðlaus eigi að síður. í öðrum verkum eru slíkar glompur fylltar með formúlukenndu myndmáli, upphöfnu orðskrúði. Jafnvel sterkustu ástríðum er lýst án tilvísana til hins líkamlega. Ljóst er að innan þess- ara skáldsagna teljast líkamlegar þrár ekki til þess sem lýsanlegt er eða við bók- menntalegt hæfi. Höfundar nýrrar aldar voru kynlega skiptir í afstöðu sinni. í kreppusögum Gunnars Gunnarssonar býr þannig hrópleg andstæða milli kynferðislegrar og frumspekilegrar vitundar. Söguhetjur hans rísa af ofsa gegn formgerðum þessa heims og annars, ástríður þeirra hamslausar og án sáttfýsi. Að því leyti er geng- ið lengra en í skáldsögum annarra höfunda, uppreisnin róttækari og afdráttar- lausari. Samt sem áður rjúfa þessar persónur ekki ramma hefðbundinnar lýs- ingar. Þær eru rótlausar og svipóttar hið innra en þó skiljanlegar og rökrænar, hvatalíf þeirra háð ákveðinni reglu, siðfræðinhefðbundin. Afstaða höfundar til persónuleika og kynferðis vísar til liðinnar aldar þótt því sé lýst yfir að grunnur sálarlífs hafi brostið, menn þekki ekki lengur eigin huga, séu gestir í sínu húsi. Hugarfar höfundar stangast með öðrum orðum á við hugmyndir hans. Verk Gunnars eru að þessu leyti þversagnakennd, full af innra stríði og togstreitu. Þau eru, eins og áður hefur verið ritað, „ósamkvæm sjálfum sér, ónæg eigin forsendum“13, lýsa þannig nýjum þekkingarhætti í mótun. Þórbergur Þórðarson var ekki jafn eindreginn í frumspekilegri afneitun sinni. Þó er menningarrýni hans að mörgu leyti róttækari í Bréfi til Láru (1924)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.