Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 162

Andvari - 01.01.1988, Page 162
160 HJÖRTUR PÁLSSON ANDVARI lýðveldisljóðið aftur á móti sex erindi, hófstillt og þrungin einlægri tilfinn- ingu, og rata beint til lesandans. Þetta fann Jóhannes sjálfur, og það var engin furða, þótt hann tæki upp hanskann fyrir skáldbróður sinn löngu seinna, þegar maður, sem átti samleið með honum, impraði á því, að sér hefði aldrei þótt mikið koma til kvæðaflokks Davíðs Stefánssonar, Að Þingvöllum 930- 1930. Þá svaraði Jóhannes: „O, blessaður vertu! Við ortum svona allir í þá daga!“ Pað lætur að líkum, að þrátt fyrir baráttuhuginn er Jóhannes ekki alltaf jafnánægður með þjóð sína og kennir beiskju og óþols, þegar honum finnst ferðalagið ganga grátlega seint. Kvæðin I Odáðahrauni, Samt mun ég vaka, Sovét-ísland og Frelsi, hið volduga upphafskvæði Rauðra penna, bera þessu vitni, en samt lýkur síðarnefndu kvæðunum báðum í von og trú á, að draumar skáldsins rætist fyrr eða síðar fyrir tilstyrk æskulýðs og alþýðu. En jafnvel í stríði hitta menn á óskastund og leggja frá sér vopnin. Þá hverfur skáldið á vit minninga og draums og leyfir sér þann munað að Iáta undan sinni innstu þrá. Slíkum augnablikum eigum við að þakka alþekktar perlur eins og Brot, Heimþrá, Vorið góða og Lind fyrir vestan, sem endar svona: Nær veð ég þig aftur hugfanginn, heill í hreinleika þess, sem er? — Ég þrái svo hljómbotn þinn, lands míns lind, að ljóð mitt drukknar í þér. Á það hefur þegar verið bent, að flest kvæðin í þriðju bók Jóhannesar lýsa djúpri samúð með og skilningi á hlutskipti og lífsbaráttu aiþýðufólks, og þetta á engu síður við um mörg ljóðin í fjórða Ijóðasafni hans. Hér skal nú vikið að þremur, sem hafa ísland í baksýn. Karlfaðir minn er svo þekkt kvæði, að þess gerist ekki þörf að rekja efni þess nákvæmlega, en þær myndir, sem þar er brugðið upp úr lífsstríði íslensks sveitafólks, gleði þess og sorg í fangi harðlyndrar náttúru, leita á lesandann aftur og aftur. Skáldið lýsir honum sem einföldum bónda, ,,sem bítur á jaxl og baslar af öllum mætti“. Hann ann sér aldrei hvíldar, önnin leyfir honum ekki aðra andlega upplyftingu en að rýna í ærtalið. Hann hristir höfuðið yfir alheimsgátunum, sem hann lætur öðrum eftir að glíma við, og hefur takmark- aðan skilning á félagslegri stöðu sinni og lögmálum þjóðfélagsþróunarinnar. Og þó er það eitthvað, sem æpir á hjálp, í augunum silfurgráu. En þessi kynlegi karl, alinn á klaka og svita, fer nærri um það, hvað lífið kostar. Efnaleg velmegun og umtalsverður afrakstur búsins verður aldrei annað en draumórar. Hann er dæmdur til að tapa og halda áfram að tapa —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.