Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 115

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 115
ÞÓRIR ÓSKARSSON Hjálmar í Bólu og rómantíkin Nokkur orð í tilefni nýrrar bókar um skáldið 1 Hans er endað hryggðastun og kvein, í andaríkið önd er farin héðan, elimentin geyma sitt á meðan. Nagaðu, heimur, nú hans dauðu bein! (297—8) Trúlega hefði Jónas Hallgrímsson kunnað vel að meta þessa „Grafskrift höfundarins“ Hjálmars Jónssonar í Bólu (1796-1875).1 Það er jafnvel ekki laust við að hér megi greina sömu gráglettni gagnvart alvöru lífsins og einkennir mörg kvæði listaskáldsins góða. Hér skal sérstaklega minnt á >,Hugnun“ Jónasar2 þar sem mælandinn hughreystir „einhvern hegelianer“ sem misst hefur móður sína með því að benda honum á hve vel nautgæft fóðurgrasið vex á leiði hennar. „Því hlærðu ekki, herra minn?“ eru álykt- unarorð Jónasar þar, enda fátt annað til bjargar þegar kaldur veruleikinn og unn kaldari rökhyggjan gerast um of áleitin. Hjálmari var hins vegar sjaldnast hlátur í huga. Hálfkæringurinn sem stundum hefur verið kenndur við þýska skáldið Heine eða rómantískan tvíveðrung náði ekki til þessa „hjábarns veraldar“. Það sat fast í norðlenskum afdölum þegar Jónas Hallgrímsson sigldi til framandi landa og opnaði sjálfum sér og mörgum eftirkomendum sínum leið inn í ólíkt skáldlegri heim. Þó að Hjálmar hafi tvímælalaust verið eitt merkasta skáld okkar á 19. öld er ekki hægt að segja að honum hafi verið hampað hátt í lifanda lífi. Aðstæður hans voru slíkar að rödd hans náði seint eyrum þeirra sem fjölluðu um bókmenntir á opinberum vettvangi. Þannig var skáldið komið yfir sextugt þegar fyrstu kvæði hans birtust á prenti. Og reyndar virtist dauðinn ekki heldur ætla að verða Hjálmari vegur til frama, að minnsta kosti benti ræðan Sem haldin var yfir moldum hans til margs annars en að hann fengi bráðsnemma uppreisn æru. Þar voru lofsamlegustu orðin um skáldskap hans þau að hann hefði verið „dável hagmæltur“.3 En Hjálmar hafði ekki legið lengi í gröf sinni þegar ungir og áhrifamiklir menntamenn og rithöfundar, sem kenndu sig við veruleika eða raunsæi, tóku 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.