Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 23

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 23
andvari PÉTUR BENEDIKTSSON 21 og slúti fram; talar hægt og hreyfir sig ekki hratt: er nokkuð sem hann íhugi hvert orð eða fótmál. Sýnist maðurinn allur þéttur fyrir og þybbinn.“ Þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum ákváðu Bretar og Banda- ríkjamenn að sýna íslendingum þann vináttuvott að láta sendiherra sína í Reykjavík hafa ambassadors-titil við hátíðarhöldin, en Sovét- menn neituðu að eiga samleið með bandamönnum sínum við það tækifæri og gáfu það glöggt til kynna að þeir vildu „ekki gera íslandi neinn sérstakan sóma í sambandi við lýðveldisstofnunina,“ eins og Pétur komst að orði. Ekki stóð þó á Sovétmönnum að viðurkenna hið nýja lýðveldi og forsætisráð Sovétríkjanna tók við nýju trúnaðarbréfi íslenska sendiherrans, undirrituðu af hinum nýkjörna forseta íslands. I skýrslu 28. ágúst 1944 reyndi Pétur að kasta „nokkru ljósi á hina einkennilegu afstöðu Sovétstjórnarinnar“ og skrifaði: „I fyrsta lagi er skilnaður við Danmörku þeim sennilega vanþókn- anlegur út af fyrir sig, — og ekki síst nú, þegar Rússar eru um það bil að fagna heimkomu hinna glötuðu sona í Eystrasaltslöndunum ... í öðru lagi þá eru Bandaríkjamenn, í augum stjórnarvaldanna hér, greinilega á bak við allt, sem er að gerast í stjórnmálum á íslandi. Það er návist þeirra, sem hefur fengið íslendinga til þess að skilja við Dani, svo að landið geti orðið útvörður vesturhvelsins gagnvart Evrópu. Gætnari og betri menn í landinu voru heldur á móti öllu þessu sjálfstæðisbrölti. Raunar var yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar með því að skilja við Dani og stofna lýðveldi, — en maður hefur haft fregnir af meiri hluta í Þjóðaratkvæði fyrr. Ekki sendu Bandaríkin Eistlandi, Lettlandi og Litháen sérstaka ambassadora til þess að óska þeim til hamingju, þegar æðsta ráð Sovétríkjanna varð við umsókn þeirra og tók þau inn í sambandið. Það er því engin ástæða til annars en að kunna sér hóf, Þegar verið er að halda upp á þessa nýjustu aukningu ameríska heimsveldisins. Mér dettur ekki í hug að segja, að ég geti lesið hug herra Molotovs, en mér finnst ekki liggja fjarri sanni að ætla, að afstaða hans geti verið eitthvað þessu lík. Þegar ég var að tala utan að því við hann, að stjórnin hér ætti að senda sérstakan ambassador til hátíðahaldanna á Þingvöll- um, nefndi ég, hvað Bandaríkjamenn hefðu gert. „En Englendingar?“ Sugði Molotov þegar í stað, og þá í svipinn gat ég ekkert sagt um afstöðu þeirra. Ég efast ekki um, að Molotov hefur sagt við sjálfan sig, að þarna sæi maður: Það þyrfti engan að furða, þótt Bandaríkjamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.