Andvari - 01.01.1988, Side 23
andvari
PÉTUR BENEDIKTSSON
21
og slúti fram; talar hægt og hreyfir sig ekki hratt: er nokkuð sem hann
íhugi hvert orð eða fótmál. Sýnist maðurinn allur þéttur fyrir og
þybbinn.“
Þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum ákváðu Bretar og Banda-
ríkjamenn að sýna íslendingum þann vináttuvott að láta sendiherra
sína í Reykjavík hafa ambassadors-titil við hátíðarhöldin, en Sovét-
menn neituðu að eiga samleið með bandamönnum sínum við það
tækifæri og gáfu það glöggt til kynna að þeir vildu „ekki gera íslandi
neinn sérstakan sóma í sambandi við lýðveldisstofnunina,“ eins og
Pétur komst að orði. Ekki stóð þó á Sovétmönnum að viðurkenna hið
nýja lýðveldi og forsætisráð Sovétríkjanna tók við nýju trúnaðarbréfi
íslenska sendiherrans, undirrituðu af hinum nýkjörna forseta íslands.
I skýrslu 28. ágúst 1944 reyndi Pétur að kasta „nokkru ljósi á hina
einkennilegu afstöðu Sovétstjórnarinnar“ og skrifaði:
„I fyrsta lagi er skilnaður við Danmörku þeim sennilega vanþókn-
anlegur út af fyrir sig, — og ekki síst nú, þegar Rússar eru um það bil að
fagna heimkomu hinna glötuðu sona í Eystrasaltslöndunum ... í öðru
lagi þá eru Bandaríkjamenn, í augum stjórnarvaldanna hér, greinilega
á bak við allt, sem er að gerast í stjórnmálum á íslandi. Það er návist
þeirra, sem hefur fengið íslendinga til þess að skilja við Dani, svo að
landið geti orðið útvörður vesturhvelsins gagnvart Evrópu. Gætnari
og betri menn í landinu voru heldur á móti öllu þessu sjálfstæðisbrölti.
Raunar var yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar með því að skilja við
Dani og stofna lýðveldi, — en maður hefur haft fregnir af meiri hluta í
Þjóðaratkvæði fyrr. Ekki sendu Bandaríkin Eistlandi, Lettlandi og
Litháen sérstaka ambassadora til þess að óska þeim til hamingju, þegar
æðsta ráð Sovétríkjanna varð við umsókn þeirra og tók þau inn í
sambandið. Það er því engin ástæða til annars en að kunna sér hóf,
Þegar verið er að halda upp á þessa nýjustu aukningu ameríska
heimsveldisins.
Mér dettur ekki í hug að segja, að ég geti lesið hug herra Molotovs,
en mér finnst ekki liggja fjarri sanni að ætla, að afstaða hans geti verið
eitthvað þessu lík. Þegar ég var að tala utan að því við hann, að stjórnin
hér ætti að senda sérstakan ambassador til hátíðahaldanna á Þingvöll-
um, nefndi ég, hvað Bandaríkjamenn hefðu gert. „En Englendingar?“
Sugði Molotov þegar í stað, og þá í svipinn gat ég ekkert sagt um
afstöðu þeirra. Ég efast ekki um, að Molotov hefur sagt við sjálfan sig,
að þarna sæi maður: Það þyrfti engan að furða, þótt Bandaríkjamenn