Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 24
22 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI ætluðu að halda króganum undir skírn. Þeirra væri faðernið, svo að þeim mætti vel renna blóðið til skyldunnar. Nú gat ég innan margra daga skýrt utanríkisráðuneytinu hér frá því, að fleiri ríki hefðu fylgt á eftir og sent íslandi sérstakan fulltrúa til lýðveldisstofnunarinnar. Ég efast ekki um, að herra Molotov hafi verið sagt frá þessu, en hann hefur í mörg horn að líta, og hefur trúlega verið búinn að mynda sér skoðun um málið, sem hann taldi enga þörf á að breyta.“ í bréfi sínu minnti Pétur á orð Averell Harrimans, þáverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, í samtali við sig, um þá „tilhneigingu, sem oft endranær verður vart í þessu landi, til þess að lesa duldar meiningar í athöfnum erlendra stórvelda, þar sem einföld skýring lægi þó í augum uppi.“ — „Tortryggnin og leitin að hinum „duldu rökum“ eru einkenni á afstöðu þessarar þjóðar til annarra þjóða,“ sagði Pétur sjálfur. Og þegar Sveinn Björnsson, nýkjörinn forseti íslands, sótti Bandaríkjaforseta heim nokkru eftir lýðveldisstofnunina, þóttust Rússar fá „óyggjandi sönnun fyrir því, að fyrra álit þeirra um að ísland væri orðið hjálenda Bandaríkjanna væri á rökum reist,“ skrifaði Pétur ennfremur. Ári síðar hafa Rússar eflaust þóst fá endanlega staðfestingu á skoðun sinni, en þá fór Bandaríkjastjórn opinberlega fram á hernaðar- aðstöðu á íslandi til „langs tíma“, sem oft hefur verið sagt að jafngilti 99 árum. Pétur var þá í Moskvu og í einni af hinum miklu veislum sem valdhafar í Kreml eru frægir fyrir, vék félagi Molotov sér að honum og sagði: „Við óskum ekki eftir neinum hernaðarstöðvum á íslandi.“ Molotov bætti því við að ísland ætti að vera fyrir íslendinga eina. „Skoðun mín er sú, að ekki megi vænta mikilla afskipta af þessu máli frá stjórnarvöldunum hér,“ skrifaði Pétur til utanríkisráðuneytisins í Reykjavík: „Framkoma þeirra gagnvart íslandi áður, — einkum í sambandi við stofnun lýðveldisins og í skrifum um landið í því sambandi, — bendir á, að Rússar hafi „afskrifað“ ísland sem land- svæði, er Bandaríkin hafi þegar í hendi sér. Kannski hafa þeir ekki verið svo glámskyggnir á stefnu bandamanna sinna í þessu máli? Ég sé ekkert, sem bendir á, að þeir hreyfi neinum mótmælum . . . Áhugi þeirra fyrir málinu er eðlilegur: þeir vilja fylgjast með styrkleika vina sinna, og þeir spyrja sig eðlilega, gagnvart hvaða hættu Bandaríkin þykist þurfa að tryggja sig með herstöðvum á íslandi nú. Auk þess sé ég ekki, að það sé of illgirnislega til getið, ef maður lætur sér detta í hug, að þeir spyrji sjálfa sig, hvaða „compensation“ þeir geti farið fram á til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.