Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 146

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 146
144 LOFTUR GUTTORMSSON ANDVARI Guðsorð og bóklœsi Varla þarf að réttlæta að trúarlegt læsi skuli hér tekið fram yfir aðra upp- fræðsluþætti í kjölfar siðbreytingar. f*að eru alkunn sannindi að í trúarhreyf- ingu mótmælenda hlaut guðsorðalestur þá miðlægu stöðu sem messan hafði löngum skipað í kaþólskri kirkju. Áhersla á guðsorðalestur var að sönnu enn þyngri hjá kalvínskum söfnuðum en lúterskum en því verður samt ekki á móti mælt að mótmælendakristni yfirleitt er í meginatriðum það sem engilsaxar kalla ,,book religion“, bókleg trúarbrögð.11 Fagnaðarerindið — evangelium — skyldi koma í stað þess valds sem páfadómur hafði áður staðið fyrir.12 Par af leiðandi var guðsorðaiðkun talin höfuðatriði, ekki aðeins af munni pré- dikarans í kirkju heldur einnig í hverju húsi, á hverju heimili. Stefnt var að því að sérhver fulltíða maður yrði í þessum skilningi sinn eigin prestur.13 Um leið var ljóst að til þess að safnaðarfólk kæmist í beint samband við guðsorð, eins og það stóð skráð í viðurkenndum úrdráttum úr Biblíunni, þyrfti það að verða læst á bók.14 Þetta markmið kallaði aftur á það að Biblían væri til á móðurmálinu og kjarni hennar hverjum tiltækur í vasabókarbroti, eins og nú yrði sagt. Skv. þessu varð eitt fyrsta verkefni siðbreytingarfrömuðanna að gera úr garði slíkan kjarna, catechismum eða fræðakver, til alþýðlegrar kristindóms- fræðslu. Frá hendi Lúthers sjálfs lá slíkt kver fyrir þegar árið 1529, catec- hismus minor eða Frœðin minni.15 Þetta fræðakver átti eftir að verða hin eiginlega alþýðufræðslubók í evangelísk-lúterskri kristni, þ.m.t. á íslandi. Hér birtist það á prenti örugglega ekki síðar en árið 1594. Á 17. öld var það svo endurútgefið a.m.k. níu sinnum eða jafnaðarlega allt að einu sinni á áratug.16 Örðugt er að henda reiður á hve oft kver Lúthers hefur komið út frá upphafi hér á landi17 en víst er að það hefur orðið langsamlega lífseigasta kennslubók í íslenskri fræðslusögu. íslenskir lútersmenn höfðu fyrir satt að þetta litla kver „innibindi allt, sem oss er naudsynlegt ad vita til saaluhjaalp- arinnar“, eins og Gísli Þorláksson Hólabiskup komst að orði í formála að fræðaútskýringu sem hann sneri á íslensku seint á 17. öld.18 Nú væri ósmáu aukið við þekkingu okkar á íslenskri fræðslusögu ef vit- neskja fengist um það hvernig hinn sáluhjálplegi texti Fræðanna minni var í einstökum atriðum innprentaður börnum og öðrum undirgefnum í biskups- tíð Guðbrands Þorlákssonar. En í þessu efni verður víst seint komist af getgátustiginu því, eins og áður segir, heimildir um þetta eru aðeins til í formi fyrirmæla en ekki lýsinga á framkvæmd eða árangri. Um fyrirmælin er vitað að í báðum biskupsdæmum landsins, Hóla- og Skálholtsstifti, var ákveðið kringum 1575 að menn þyrftu að kunna texta katekismans, ásamt útskýringu við hann, til þess að þeir teldust tækir til altaris.19 Þannig segir í presta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.