Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 129

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 129
andvari MENNING OG BYLTING 127 lögmál lífs og sambýlis. Halldór Guðmundsson ofmetur þýðingu Vefarans mikla að þessu leyti. Sér ekki skóginn fyrir trénu eina. Með þessu er ekki gert lítið úr skáldsögu Halldórs Laxness. Á það skal aðeins bent að hún er hluti myndar en ekki myndin öll. I riti sínu telur Halldór Guðmundsson að höfundur þessarar ritgerðar hafi í Mynd nútímamannsins „ofmetið þýðingu Gunnars [Gunnarssonar] fyrir endur- nýjun íslenskra bókmennta á þriðja áratugnum“6. Verk Gunnars hafi ekki falið í sér róttæka nýjung heldur fjalli þau á hefðbundinn hátt um fáein þemu módernismans. í þeim birtist, segir Halldór, „kreppan í heimssýn mennta- manna sem kreppa almennra tilvistarskilyrða, og fjarvera þjóðfélagslegrar og sögulegrar vitundar bendir til tímans fyrir heimsstyrjöld“7. Samkvæmt þessu hefur sérstök söguleg vitund orðið til á stríðsárunum og „kreppu almennra til- vistarskilyrða“ þá væntanlega lokið árið 1918. Það er að sjálfsögðu fráleitt því að „tilvistarlegum“ bókmenntaverkum fjölgaði mjög eftir fyrri heimsstyrjöld. Sögur Gunnars skortir að auki ekki sögulega vitund. Með þeim bregst höfund- ur við menningarlegri þróun og reynir að færa stríðsreynslu í orð eftir megni, komast yfir ákveðna heimslokasýn. Gunnar upplifði líkt og Jóhann og Halldór árekstur hefðbundinna og nútímalegra gilda. Allir fást þeir við fjarstæður í verkum sínum. Allir skynja þeir vandann sem kreppu siðmenningar. Hneigðin er hin sama þótt fyrirferð gamals og nýs sé með ýmsu móti. Gunnari reyndist að mörgu leyti erfitt að fjalla um menningarbyltinguna á listrænan hátt því að tengsl hans við söguhátt og hugarfar fyrri tíma voru sterk. Á það er bent í Myndnútímamannsins þótt Halldór geti þess að engu's. Gunnari tókst eigi að síður að flytja íslenska skáldsögu um áfanga hvað formsköpun snertir. Með Sælir eru einfaldir (1920) kemur ný listræn aðferð til sögu í ís- lenskri skáldsagnagerð. Hin myndhverfða, goðsögubundna skáldsaga verður 01. Hefðir og nýjungar í umræðu um menningar- og bókmenntabyltingu hefur stundum orðið til ein- föld andstæða,/yr/> og eftir, líkt og ákveðið augnablik hafi skipt sköpum og allt breyst í einni svipan, fjölbreytni og hreyfanleiki hafa tekið við af einhæfni og stöðnun. í slíkum tilvikum er einn þáttur menningarinnar þaninn út og hann gerður að mælikvarða án tillits til annarra. Hvort „nútímaðurinn“ kom til landsins árið 1920 eða 1927 verður að háalvarlegu deiluefni. Fyrir kemur til dæmis að dregin er upp skörp andstæða milli manns 19du aldar og okkar aldar ~ sveitabarnsins og borgarbúans. Allt á að hafa leystst úr læðingi þegar íbúum tók að fjölga í Reykjavík upp úr seinustu aldamótum. Er þá horft fram hjá því að íslenskir menntamenn á 19du öld sóttu reynslu sína að miklu leyti í glaum stórborgarlífsins, firringu þess og nautnir. Að því leyti voru þeir jafn miklir nú- timamenn og hinir sem síðar komu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.